september 13, 2005

TAKK!



ég var að vinna við miðnætursöluna á Sigur Rósar disknum núna á sunnudaginn. það var mjög gaman. ég varð næstum því undir þegar óðir Sigur rósar aðdáendur ruddust inn um dyrnar sveittir og brjálæðir (Nei ... það var Rammstein) ... en anyways ... það var hellingur af fólki ... kannski ekki sveitt og definately ekki brjálað ... en allavegana gáfulega áhugasamt ... eitthvað svoleiðis ... þar á meðal einn 17 ára indí piltur sem bað hátíðlega með alvarlegum og pínku hrokasvip ...

"Eitt TAKK, Takk!"

yndislegt ... ég mann þegar ég var hrokafullur 17 ára indí bolti með allt á hreinu ... oh those were the days ... og ég var meiri segja með hár ... jebb ... ekta ... frekar þunnt hár haldið uppi með tonni af geli, mús og hárspreyi, jebb ég á sök í þessu ozonlagi ... ah ... those were the days ... tilvalið að kvóta Robert Duvall hér ... " I love the smell of hairspray in the morning!"

.....

ég mæli með að sitja á blautum mosa, horfa útí buska og hlusta á lag númer sex á nýja Sigur rós ... ég veit ... algjört new age kjaftæði (að sitja á blautum mosa, platan er yndisleg) ... en það eru fáar hljómsveitir sem virka eins vel þegar maður er að keyra um landið ... nema þá kannski Svona er Sumarið 2003 ... algjörlega miskilið meistarastyk.... vúpps .... crassssshhhhh ... ég keyrði á álfahól.

TAKK.
(of freistandi)

já ... ég heiti Hjálmar og ég er ekki hljómsveit.

1 Comments:

Blogger Fláráður said...

Ég sem hélt að þú værir í Þörmunum?

10:49 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home