september 16, 2008

Lost in acronyms

B.Í.V.
S.E.A.
K.U.U.M.
G.G.M.Æ.
A.S.S.

Með því að flytja til nýrra slóða þarf maður að læra margt nýtt og stundum nýtt tungumál. Ég hef nú oftast komist langt á enskunni, en reyni yfirleitt að læra eitthvað í því tungumáli sem er ríkjandi á viðeigandi stað. Á Akureyri lagði ég mig meiri segja fram við að læra díalektin og lærði meira segja að segja eftirfarandi: má ég drekka þessa kók í bauk á meðan ég ét þetta flatbrauð með bernaise sósu. eða eitthvað þannig ... ég var ekki alveg búinn að ná framburðinum.

Hér í landi er ögg flóknari tungumálapólitík. því það eru opinberlega 3 tungumál, þó að allir skilji hvort annað. og það getur verið viðkvæmt að rugla vissum hlutum saman. semsagt flókið. en það spurning hvort að það sé eins flókið og málið sem ég þarf að læra í vinnunni. það er mjög framandi, þó að reglurnar séu mjög einfaldar: í staðinn fyrir að segja það sem þú ætlar að segja ... þá er best að skammstafa það, eins mikið og hægt er og þá helst skammstafa skammstafanir ... ég er að vona að ég fái ekki ACRONYMFÓBÍU. en til þess að koma í veg fyrir það hef ég reynt að heimfæra þessa reglu yfir á mitt daglega líf og sjá hvort að ég geti ekki gert mig skiljanlegan á þennan máta. hér fyrir neðan er að finna þýðingar á tilraunum mínum hér fyrir ofan.

1. Byrjaður í nýrri vinnu
2. Skil ekki allt
3. Kemst upp um mig
4. Allt skammstafað skilst
3. Guð gef mér æðruleysi

september 15, 2008

gott kex


jæja loksins fann ég þjóð sem fílar samskonar kexkökur og ég. á mínum heimaslóðum og öðrum líka, hef ég aðeins fundið mjög takmarkað úrval af uppahálds kexkökum mínum: jaffa-kökur ... mmm ... mjúkur botn með dísætu marmelaði þakið súkkulaði ... hmmm hímneskt. á klakanum hef ég yfirleitt bara fundið nokkrar tegundir í búðarhillum og aldrei nema eina í einu. en hér í nýju heimaborg minni (já ég veit að ég bara búinn að vera hérna í 2 sólarhringi ... en comeon jaffa kökur) fann ég í einni verslun 7 týpur ... já ótrúlegt en satt sjöööö týpur og hvað haldið í sömu hillu var að finna álíka úrval af næstúppáhaldskexkökum mínum ... fíkjukex. en ég verð að kanna þetta nánar, kannski var þetta bara fluke ... en eins og er ... JAFFAJEVÓ!!!

damn ... ég er búinn með pakkann ... ;-(

september 14, 2008

Loksins orðið raunverulegt ... lentur í Sarajevó

Það er merkilegt hvenær hlutir verða raunverulegir. Ferðalagið til Sarajevo hófst þegar ég fékk símtalið um að ég hafi fengið starfið, en ég var ekkert að fatta þetta strax. Mánuði seinna var ég búinn að losa íbúðina mína og flytja frá Akureyri, það dugði ekki til. nokkrum vikum eftir það fékk ég sendan pakka frá Amazon með bókum um Bosníu og Balkanskagan sem ég hafði pantað. Það dugði ekki til að gera þetta almennileg raunverulegt heldur. Stuttu eftir það fékk ég símtal frá væntanlegum samstarfskonum mínum í Sarajevo, ... það náði lengra ... en dugði ekki samt.

þetta varð í raun ekki raunverulegt fyrren í gær þegar ég sat við hliðið á Heathrow-vell að bíða eftir vélinni til Belgrad. Þar í kring um heyrði ég fólk tala mál sem að ég ályktaði að væri serbneska. ég var eitthvað feiminn og ákvað að tylla mér þar sem fáir sátu. ég opnaði tímarit og hóf að lesa á meðan ég fylgdist í rólegheitum með fólkinu sem var að koma sér fyrir í salnum. skyndilega var ég umvafinn heilum hóp af fólk sem kinkaði kurteislega kolli til mín og plantaði sér í kring um mig. Þau töluðu mikið á milli sín og ég skildi ekki orð, það eina sem ég heyrði og skildi, var Skopje og ég ályktaði útfrá því að þau væri á leiðinni þangað.

Þarna var þetta raunverulegt, ég var umvafinn fólki sem var frá því svæði sem ég var á leiðinni á og ég skildi ekki orð og hafði aðeins yfirborðskennda þekkingu á sögu og menningu þess. Vá ... hvað var ég búinn að koma mér utí? Annað vá ... þetta er orðið raunverulegt.

Á leiðinni frá flugvellinum fékk ég að sjá það fyrsta af þeirri borg sem verður heimili mitt næsta árið og það var þokkaleg sjón. Þéttur dalur fullur af byggð af hinum og þessum tímabilum. Gamlar byggingar og fornar, nýlegar og splúnkunýjar, en einnig mjög margar sem eru enn að jafna sig á sárum síðustu áratuga. Rétt áður en við komum að hótelinu mínu keyrðum við framhjá gamla bænum, lítið þorp með fullt af sögu.

Nú er ég búinn að vera hér í einn sólarhring, að mestu leiti verið sofandi inná hótelherbergi. fékk mér að borða á litillri matstofu í gamla hlutanum og þrátt fyrir að vita ekki hvað ég var að panta, fór það ekki illa. og núna rétt áður en ég kláraði að pósta þessa færslu heyrði ég bænasöng óma í bland við rigningu. já ... nýtt ævintýri er hafið.

mars 16, 2008

Andfemínismi - er í lagi að hata femínista? - Karlakvöld




Karlakvöld Karlahóps Femínistafélags Íslands

Grand Rokk
18. mars
kl. 20:00

Þriðjudaginn næstkomandi verður Karlahópur Femínistafélags Íslands með Karlakvöld þar sem þemað verður Andfemínismi - er í lagi að hata femínista?

Tilgangur kvöldsins er að skoða og ræða hvernig umræðan í jafnréttismálum hefur verið að þróast undanfarin ár. Þá er sérstaklega verið að velta fyrir sér hvernig andúð birtist í jafnréttisumræðunni og hvernig hún virðist verða öfgafyllri í opinberri umræðu. Tilraun verður gerð til þess að velta fram meðal annars eftirfarandi spurningum: Er þetta eitthvað nýtt? Er umræðan öfgafyllri? Og er allt í lagi að hata Femínista? Einnig verður rætt um hvort að þetta sé meinlaust og hvort og hvernig eigi að bregðast við þessu.

Eftirfarandi verða með erindi: Sóley Tómasóttir vara-borgarfulltrúi, Katrín Oddsdóttir sérfræðingur í mannréttindum og Atli Gíslason alþingismaður. Auk þess verður stórsveitin Byssupiss með tónlistarlegan gjörning.

Fundarstýra er Magga Pé.

Karlakvöldið er hluti af 5 ára afmælis dagskrá Femínistafélags Íslands.

Verið velkomin!

desember 06, 2007

NEI póstkort









ágúst 13, 2007

NEI gullmolar




Á nei-tónleikunum um daginn ... (sem lukkuðust bitheway ógeðslega vel ... troðfullt og sveitt og öll böndin spiluðu og tóku þátt af mikkillri innlifun og það söfnuðust slatta af peningum fyrir Stígamót) ... vorum við arnar og gísli með smá standöpp. í staðinn að vera með hefðbundið fræðslu-innskot vorum við með smá sketch til að mása smá og leyfa öðrum að njóta þeirra snilli sem við höfum fengið að heyra í gegnum árinn í tengslum við átakið.

"Af hverju eru þið að þessu?"
"Konur nauðga líka."
"Hún var geðveikt að reyna við hann."
"Einn vinur minn lenti í því að það var logið uppá hann nauðgun.”
"Þetta kemur mér ekkert við, ég er ekki nauðgari."
"Það eru ekki allir karlmenn nauðgarar."
"Af hverju eru þið ekki að berjast fyrir réttindum karla."
"Það á bara að berja þessi ógeð."
"Ég hef aldrei heyrt talað um þetta svona."
"Gott að berjast gegn nauðgunum, en óþarfi að ráðast á karlana."
"Eru þið hommar?"

Þegar við vorum að taka þessa punkta og aðra sem við höfum heyrt í gegnum árin saman, föttuðum við að það var ákveðið mynstur í gangi ... eða réttara sagt röksemdafærsla sem við vorum sjálfir ekki búnir að átta okkur á. og hún er auðvitað svo augljós:

Stákarnir í karlahópnum:
... eru hommar ...
... sem eru að reyna að höstla kellingar í Femínistafélaginu ...
... sem eru allar lesbíur ...
... sem hata karlmenn ...
... og eru í þokkabót loðnar undir höndunum ...

ekki var ég búinn að fatta þetta ... en er eitthvað svo logískt ...
:-)

ágúst 09, 2007

The Adventures of Chrischi and Hjalli.



smá road trip saga sem ég skrifaði þegar chrischi vinur gifti sig fyrir nokkrum árum:

Is going on a road trip for five weeks down the west coast of the U.S. with two fifteen year old teenagers a good idea? Well it probably depends on whom you ask. It was the summer of 1986, and we were young, very young and driven by too many hormones and some naive self-assurance, we thought we were conquering the world. Didi and Tom tried their best to guide us through British Colombia, Washington, Oregon and California.

Like for so many fifteen year olds music was a passion for us. The previous summer Chrischi introduced me to the Cure, and on this trip it was almost the only thing we listened to. It didn´t take us long to find a record store. Somewhere on Vancouver Island we bought the then new Cure compilation (special cassette b-side edition … of course), and played it religiously for the coming weeks. Our chaperones hoped of course that we would eventually tire of the tape or the tape would self-destruct. That did not happen and it actually got worse.

Our eager teenage homing skills managed to make sure that did not happen. In Seattle we picked up a stack of newspapers, one of them was the LA Times. It didn´t take long for Chrischi and me to find the music section which we read eagerly. Then … oh my god … the sky opened up and shined on us: “The Cure were playing in San Diego”. After some breathing exercises we found out that we would be in L.A. around that time, so it was a possibility. But we still had some heavy convincing to do and therefore Chrischi went into heavy negotiating mode. It did not take too much dealing, because Tom´s music-buff side emerged and offered us a deal: they would come see the Cure with us if we came along with them to see Van Morrison in concert. We didn´t hesitate, and thanked our parental units for their kind gesture. Then Chrishi and me turned to each other and said “Van Morrison … who´s he ?”

There were only two weeks to go and we had some serious preparing to do. The Cure tape was put into heavy rotation and became the soundtrack for our beautiful trip. The day before the event we arrived in L.A. and a few hours before the show we drove our motor home onto the arena´s parking lot. It was still mostly empty and we parked not to close to the venue. An hour later we were sitting in the RV eating a delicious trout that Tom had fished in Oregon. At that time we noticed that more concertgoers were arriving and some of them looked curiously into our vehicle, probably wondering what we were doing here. For some reason we didn´t seem to fit in with the crowd.

The four of us stepped out of our home on wheels. Chrischi and me tried to be as cool as possible when going to a concert with your parents. I emptied the contents of my gel tube into my then existing flock of hair, Chrischi had on his best shirt, Didi her best smile and Tom his binoculars. Yes Tom brought along his binoculars. When on an adventure you never know what you will see. And what we saw; we were guests in the world of Goth. The day before we saw all kinds of fantasy figures from the world of Disney, but they were nothing compared to the creatures we ran into while waiting for their Cure. Chrischi and me were enthralled and Didi and Tom were amused. Our preparations served us well, because we danced, chanted and drooled. We were cured.

If the Cure cured us, then the following night John Lee hooker exorcised us and Van Morrison soothed us. Didi and Tom were enthralled, but the hormone driven teenagers were more than amused, we were amazed.