apríl 29, 2005

Lazy Boy

... þá er það orðið official ... ég er latasta dýrið í skóginum ... mmm ... hvað skyldi vera í sjónvarpinu í kvöld? ... allaveganna ég ætla að Úlpu tónleika í kvöld.

bitheway ... gleðilegt sumar!

apríl 17, 2005

Hinn Fullkomni Nörd!

Jæja, kvikmyndahátíð er í fullum gír ... og maður þarf að sinna sínum menningarlegum skyldum ... og reyni ég að gripa eina og eina ræmu ... hef reyndar komist að því að ég er nú hálfger amateur miðað við suma ... sem taka þessu mjög alvarlega og eru með kvikmyndahátíðavísindin alveg á hreinu ... þannig að ég upplifi mig sem míninörd í þessu ljósi ...

en talandi um nörda ... ég held að það sé búið að finna hinn fullkomna, endanlega, eina og sanna NÖRD: og hann heitir NAPOLEON DYNAMITE og er sögu"hetja" samnefndrar myndar á kvikmyndahátíð... hann er yndislegur ... 17-18 ára highschool nemi ... hann lætur REVENGE OF THE NERDS nördana lýta út fyrir að vera ultrahipp ... hann er með krúlað hár gone crazy ... huge gleraugu sem gætu einnig virkað sem hlífðargleraugu fyrir rafsuðumenn/konur ... og undarlegasta svip í heimi ... hann dregur líkamann á einhvern undarlegan máta og svo skyndilega sprettur hann í burtu eins og engispretta ... að auki er hann síðan verulega félagslega challenged eins og allir klasískir nördar ... ófær um að halda eðlilegum samræðum við fólk ... ennþá verri með stúlkur ... og svo framvegis ... reyndar er bróðir hans meiri nörd ... ennþá yndislegri ... og vinur Napeleons er næst mesti nördinn í skólanum ... og þessir karakterar eru hetjur í þessarri yndislegu mynd ... sem á köflum minnir á teiknimyndasögu ... framvinda sögurnar magnast með hverju gæsahúða nördarlegu atriðinu og að lokum bjargar N.D. öllu með magnaðasta dansatriði sögurnar ... algjör snilld ... og allir lifa hamingjusamlega eftir það ... yndislegt.

nördar eru yndislegir ... hvað myndi nútíminn vera án þeirra ... en þeir geta einnig verið hættulegir ... Bill Gates anyone!?

apríl 15, 2005

Aleinn í strætó!

í gærmorgun var ég á leiðinni í daginn og mitt fyrsta farartæki var eins og svo oft áður ... strætó ... og eins og flesta morgna var hann smekkfullur ... samt tókst mér að krækja í lítið sæti við gluggan ... þarna sat ég í rólegheitunum ... sveittur ... því í gær var svona kalt útí;heitt inni dagur ... pakkklæddur í úlpu og peysu veltandi vöngum yfir því sem maður hefur kraft til að vellta vöngum yfir snemma morguns ... "djö... er mér heitt" ... allaveganna ... út um gluggan fylgdist ég með þéttri morguntraffikinni ... bíll við bíll ... næstum því sulta, kannski frekar síróp ... allir á voða fínum og sætum bílum ... jeppar, stubbar, fjölskylduvagnar, drekar og allt þar á milli ... margir silfurlitaðir ... athyglisvert ... eftir smá stund fór ég að átta mig á einu ... í flestum bílum var bara ein eða einn í bílnum ... semsagt engin farþegi ... þannig að ég ákvað að gera smá óvísindalega könnun ... ég taldi 30 bíla ... af öllum litum og gerðum og auðivtað kyni ... og hvað haldið þið ... það voru aðeins í þremur bílum að finna einhverra farþega og þá yfirleitt bara einn farþegi ... athyglisvert ... íslendingar elska bíla sína ... sko bíla sina ... ekki bíla annarra ... sína bíla ... ekki langa gula með einkabílstjóra ... og gatnakerfið er að springa af því að íslendingar eru svo duglegir að labba í vinnunna ... labba! ertu brjálaður ... ertu búinn að gleyma því að Reykjavík er stórborg ekki þorp ... eða hvað!? ... allaveganna ... lengi lifi ósonlagið ... damn ... ég hefði ekki átt að nota svona mikið af hárspreyi þegar ég var unglingur.