mars 28, 2006

Óþolandi lið ...



Ég hef lengi vel alltaf gert grín af þessu liði sem er að steggja vini sína ... í gegnum árin hef ég lent ósjaldan í því þegar ég hef verið á vakt á laugaveginum á laugardögum (það eru næstum því flestir laugardagar síðan verslunarmannahelgi 2000)... að það komi eitthvað lið að steggja eða gæsa vini sína ... oft á tíðum er búið að biðja okkur fyrirfram að taka þátt í einhverjum grikk ... sem í flestum tilvikum snýst um að gera sem mest lítið úr viðkomandi stegg eða gæs ... því skömmustulegra því betra ...

nokkur dæmi: syngja í singstar ... að dansa upp á afgreiðsluborði ... syngja í miðri búð íklætt einhverju stereótýpisku niðrandi outfitti ... og svo framvegis ...

alveg óþolandi ... ! ... í flestum tilvikum er síðan einhver kjáni sem er að hvetja sem mest til vitleysunar og er að taka þetta upp á videó ... ótrúlegt hvað fólk tekur upp á fyrir svona vitleysu ... ! og þá til að gera sem minnst úr vinum sínum sem er að fara að gifta sig ............ aldrei myndi ég taka þátt í svona vitleysu ...!!!

nema ... síðustu helgi vorum við strákarnir að steggja hann þórð vin okkar ... og þemað var að breyta honum í einhverja stereótýpu (sólbrúnan vöðvastæltan hnakka) ... og láta hann gera sér að eins miklu fífli og hægt var ... okkur til skemmtunar ...

og hver haldið þið að hafi verið fíflið með videóvélina ... tja ... auðvitað kjánin ég.

ergo sum: alltaf gaman að vera með háværar yfirlýsingar sem maður þarf síðan að éta ofan í sig.

mars 23, 2006

plötufixx2

tvær skemmtilegar plötur sem hafa verið að detta inn hjá mér undanfarnar vikur. báðar stórfínar í kuldalegan marsblús:


clearlake - amber
það er eitthvað heillandi við þetta band. hlustaði á cedars plötuna þegar hún kom út og féll alls ekki fyrr henni í fyrstu. hún fór útí eitthvað rykugt horn. en þá kom ipodinn minn til bjargar og smeygði einu lagi með þeim inná shuffleinu ... og þá gerðist eitthvað. þessi plata er ekki fullkominn en það er eitthvað sem læðist inn. að hlusta á þetta band minnir mig svolítið á að hlusta á death cab for cutie. ekki endilega sambærileg tónlist, heldur tilfinningin. ljúf poppuð melokólískt indie rokk skotinn lög með oft á tíðum dramatískum clímöxum. sweet.


destroyer - destroyer´s rubies
minnir mig eitthvað tengdur new pornographers klíkunni. afkastamikill gaur. your blues platan frá 2004 var plata sem slædaði hægt og rólega upp að manni. þessi er einmitt að vinna helvíti vel á. svo er eitthvað sem minnir mig á gamla pervertinn momus.

endjó.

mars 22, 2006

Þegar ég er í útlöndum ...



þegar maður er að ferðast með góðum hópi og allt er látið flakka, þá kemst maður oft að ýmsu um ferðafélaga sína. Um daginn var ég á ferðalagi í köben með drekum mínum. og það er alveg rétt ég komst að ýmsu í fari þeirra ... í fyrsta lagi eru þau yndisleg og í öðru lagi ... í þéttum hópi þá eru skotinn þéttari ... þannig að ég lærði nokkuð um sjálfan mig ... hér eru nokkur atriði :

1. ég tala mikið.
2. ég er alltaf að heilsa einhverju fólki útá götu.
3. ég er alltaf svangur.
4. ég er alltaf þyrstur.
5. þegar verið er að snæða á góðum veitingastað, spyr ég alltaf "má ég smakka?"
6. ég er alltaf að segja sögur.
7. þegar ég segji sögur þá byrja ég alltaf á því að segja ... "þegar ég bjó í Hong Kong".
8. þegar það er búið að mála mig útí horn, þá get ég verið svolítið klúrinn.

mars 18, 2006




Þetta er hundraðasta bloggið mitt!

mars 16, 2006

Wedding Present á Grand Rokk!!



Indie Rokkarar sem eru stuck á tímabilinu ´87-´92 gleðjast!

David Gedge og félagar í Wedding Present spila á Grand 27. apríl.

Snilld ... flott og hrátt læf band. Þau hafa aldrei verið að finna upp hjólið, en það er einhver kraftur í þeim sem hefur alltaf heillað mig. David syngur alltaf af mikillri innlifun. ég hef ekki séð þá síðan 1990 á Reading og mig hlakkar sko mikið til.

John Peel R.I.P. hélt alltaf mikið upp á allt sem Gedge hefur gert. meðal annars Cinerama bandið hans sem fór því miður fram hjá flestum. og svo loksins í fyrra kom ný WP plata, take fountain ... sem er bara helvíti fín ...

uppáhaldsplötur mínar með þeim eru eftirfarandi:


george best


bizarro


seamonsters

seamonsters var einmitt prodúseruð af hinum eina og sanna Steve Albini ... sem minnir mig á aðra sögu ...




Courtney Love barði David Gedge þegar þau af tilviljun hittust á Reading ...

CL: "are you David Gedge?"

DG: "Yes."

CL: SMASH .... #&%"#$§!!!

Hugsanleg skýring:

1. Steve Albini próduseraði Seamonsters með WP
2. Albini prodúseraði In Utero með Nirvana.
3. Albini eitthvað ósáttur við hvernig gengið var endanlega frá plötunni.
4. Albini tjáði sig eitthvað um það á neikvæðan máta í pressunni.
5. Love fúl úti Albini.
6. Love lemur Gedge ....
7. auðvitað.

Eðlileg skýring:

Love er ... tja ... mmm ... sko ...

allavegana ... sjáumst á Grand!

plötufixx 1

Hér fyrir neðan eru 3 plötur sem ég var að byrja að hlusta á. Þær lofa allar mjög góðu og nú þegar er ég farinn að setja sum lög á repeat:


band of horses - everything all the time


tapes n´ tapes - the loon


man man - six demon bag

þetta eru allt mjög ólíkar hljómsveitir, en eiga það kannski sameiginlegt að vera hliðhollar þeirri hugmyndafræði sem einhverja hluta vegna er stundum kölluð "indie". kannski kæra þessi bönd sig ekkert um að vera bendluð við slíka vitleysu.

Bush er farinn burt!



"don´t mess with my boys!"

herinn er að fara ... æi greyi dóri og bjössi b. ... what to do ...

ég er allavegana hrifinn af þeirri kenningu að þetta séu viðbrögð Bush við því að það hafi verið farið svo illa með greyi Michael Rubin á fyrirlestrinum í Odda á mánudaginn var ...

er þetta heimsendir fyrir þá sem trúa því virkilega að einhverjum detti í hug að ráðast á Ísland ... eða er herinn bara farinn ... og þá gerist ... ekki neitt ...

jú reyndar ... eina útibú Taco Bell á landinu verður lokað ... damn.

mars 13, 2006

Íslandsbanki í gær ...



Glitnir í dag ...!

Glötun á morgun ...?

mars 12, 2006

Home is where your ass is ...



ég hef eiginlega alla ævi mína reynt að lifa eftir þessu móttói ... það er bara yfirleitt einfaldara. enda hafa allir staðir eitthvað við sig. þó að það sé ekki hægt að fá gott latti, engin veit hvað sushi er, engar almennilegar plötubúðir, engin tælenskur matur. ég hef búið á svona stöðum. reykjavík var nú einu sinni svona. það eru margar borgir sem ég held upp á ... en ég er ekki viss hvort að ég væri til í búa í þeim öllum. en það er samt staðreynd sumar borgir eru heimilislegri en aðrar.

hér fyrir ofan er mynd af san francisco sem mágur minn tók til þess að minna mig á það er kominn tími til að koma aftur í heimsókn. og san fran hefur meira en bara gott latte, geggjað sushi, bestu plötubúð í heimi og unaðslegan tælenskan mat.

home is where your heart is ...

eða ...

home is where your passport is.

mars 08, 2006

Epo-555 Læf á Grand Rokk!



Epo eru búin að spila hér á landi 3svar nú þegar. og alltaf hefur mér tekist að missa af þeim. núna mun það takast.

Hljómsveitin Epo-555 er um þessar mundir að gefa út sína aðra plötu Mafia. Í tilefni þessa og ferðar þeirra yfir hafið til að leika á South By Southwest í Austin Texas mun sveitin spila á Grand Rokk Fimmtudaginn 9.mars kl.22.30 og kostar aðeins 500kr. inn. Til að kynda upp fyrir kvöldið leikur sveitin nokkur lög í Smekkleysu búðinni kl. 17 sama dag.
Epo-555 er ein fremsta indie sveit dana um þessar mundir og hefur nýja platan fengið glimrandi dóma í dönsku músikpressunni. Fyrsta lagið sem fór í spilun Harry Mambourg hefur setið á toppnum á óháða danska vinsældarlistanum den elektriske barometer hjá Danmarks Radio. http://www.dr.dk/skum/barometerlisten/index.asp
Epo hefur leikið hér áður, síðast á airwaves hátíðinni síðastliðið haust þar sem þau léku með Junior Senior, Powersolo og Daníel Ágúst á skemmtistaðnum Nasa þar sem færri komust að en vildu. Lesa má dagbók ferðarinnar hér http://crunchy.dk/asp/default.asp?News_Id=155 Búast má við skemmtilegu kvöldi á Grand Rokk á Fimmtudaginn og ættu Íslenskir Tónlistaráhugamenn ekki að láta þetta fram hjá sér fara.
www.epo-555.dk
www.crunchy.dk

mars 02, 2006

DMDK




Í mörg ár gerði ég grín af gömlum köllum sem voru ennþá að fara á Rolling Stones tónleika.

"hvað er svona gaman við að sjá band sem var upp á sitt besta fyrir 20-30 árum? come on!"

Reality Check:
Fyrir rúmum 20 árum var Depeche Mode ein af mínum uppáhalds hljómsveitum. Black Celebration leiddi mig í gegnum mín "erfiðu" unglingsár í Garðabænum.

Reality Check:
Ég fór á Depeche Mode í Parken í Köben um helgina ... ásamt 45.000 manns ... þ.e.a.s. Færeyjar plús nokkrir Íslendingar.

við drekar vorum með sæti 10 bekkjum frá svo kölluðum nosebleed sætum. og depeche strákarnir voru bara svona litlir maurar ... semsagt ekkert eyecontact. en samt snilld. það er auðvitað ridic að sjá band spila fyrir svona stórum sal. og svo eiga strákarnir nokkra hittara. ... örfáa ...

uppaháldsmoment voru Personal Jesus og Shake the Disease ... personal jesus gjörsamlega átti salinn og dave þurfti ekkert að syngja ... reach out and touch faith eða eitthvað svoleiðis.

martin var reyndar í mjög furðulegri munderingu (surprise) ... eitt fríblað í köben lýsti henni sem undarlegum fuglabúningi með vott af fuglaflensu.

Here is a plea
From my heart to you
Nobody knows me
As well as you do
You know how hard it is for me
To shake the disease
That takes hold of my tongue
In situations like these

Of margir plötusnúðar ... eða trúðar?



dagur 1 í köben:

1. hitta slatta af íslendingum í hótel andyrinu
2. smörebrauð ... nammi namm.
3. kíkja í H&M og heilsa upp á nokkra íslendinga.
4. borða tælenskt á istegade.
5. plötusnúða á ideal bar fyrir slatta af íslendingum.

það verður nú að segjast að daninn tók alveg ágætlega í grautinn okkar ... en þeir voru samt svolítið confused þegar við spiluðum nasty boy og fylgdust með íslendingunum á gólfinu ... tja ... hvernig dansar maður við það lag? ... spurning.

þegar leið á kvöldið kom ungt íslenskt par að okkur og spurði hvort að við værum frá Íslandi:

"það hlaut að vera að þið væruð frá Íslandi!!"

er það gott eða slæmt?

ég er allavegana ekki búinn að gefast upp á því að gera "snakk fyrir pakk" með dr. gunna að dansfloor klasík.

takk fyrir okkur,

dj mahler
dj konn
dj thor "god of thunder"
dj oli "connecting people"
dj tinnrebel
dj grand master helm

mars 01, 2006

6 Drekar í Köben!!!



Við sem erum drekar fórum saman til köben um helgina. Þessa mynd tók Óli þegar við vorum nýlent. Eins og sést á myndinni er þetta mjög samtaka og samhæfður hópur. Við vorum meiri segja búinn að æfa dansspor fyrir kvöldið. En einhver týndi handritinu og ekkert varð úr því. Í staðinn styttum við stundir okkar með skotum, hnýtni, skætingi, útúrsnúniningi, kaldhæðni, ósmekklegheitum og öllu því sem sæmir hamingusamri fjölskyldu.


drekar eru yndislegir!