mars 23, 2006

plötufixx2

tvær skemmtilegar plötur sem hafa verið að detta inn hjá mér undanfarnar vikur. báðar stórfínar í kuldalegan marsblús:


clearlake - amber
það er eitthvað heillandi við þetta band. hlustaði á cedars plötuna þegar hún kom út og féll alls ekki fyrr henni í fyrstu. hún fór útí eitthvað rykugt horn. en þá kom ipodinn minn til bjargar og smeygði einu lagi með þeim inná shuffleinu ... og þá gerðist eitthvað. þessi plata er ekki fullkominn en það er eitthvað sem læðist inn. að hlusta á þetta band minnir mig svolítið á að hlusta á death cab for cutie. ekki endilega sambærileg tónlist, heldur tilfinningin. ljúf poppuð melokólískt indie rokk skotinn lög með oft á tíðum dramatískum clímöxum. sweet.


destroyer - destroyer´s rubies
minnir mig eitthvað tengdur new pornographers klíkunni. afkastamikill gaur. your blues platan frá 2004 var plata sem slædaði hægt og rólega upp að manni. þessi er einmitt að vinna helvíti vel á. svo er eitthvað sem minnir mig á gamla pervertinn momus.

endjó.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home