mars 08, 2006

Epo-555 Læf á Grand Rokk!



Epo eru búin að spila hér á landi 3svar nú þegar. og alltaf hefur mér tekist að missa af þeim. núna mun það takast.

Hljómsveitin Epo-555 er um þessar mundir að gefa út sína aðra plötu Mafia. Í tilefni þessa og ferðar þeirra yfir hafið til að leika á South By Southwest í Austin Texas mun sveitin spila á Grand Rokk Fimmtudaginn 9.mars kl.22.30 og kostar aðeins 500kr. inn. Til að kynda upp fyrir kvöldið leikur sveitin nokkur lög í Smekkleysu búðinni kl. 17 sama dag.
Epo-555 er ein fremsta indie sveit dana um þessar mundir og hefur nýja platan fengið glimrandi dóma í dönsku músikpressunni. Fyrsta lagið sem fór í spilun Harry Mambourg hefur setið á toppnum á óháða danska vinsældarlistanum den elektriske barometer hjá Danmarks Radio. http://www.dr.dk/skum/barometerlisten/index.asp
Epo hefur leikið hér áður, síðast á airwaves hátíðinni síðastliðið haust þar sem þau léku með Junior Senior, Powersolo og Daníel Ágúst á skemmtistaðnum Nasa þar sem færri komust að en vildu. Lesa má dagbók ferðarinnar hér http://crunchy.dk/asp/default.asp?News_Id=155 Búast má við skemmtilegu kvöldi á Grand Rokk á Fimmtudaginn og ættu Íslenskir Tónlistaráhugamenn ekki að láta þetta fram hjá sér fara.
www.epo-555.dk
www.crunchy.dk

1 Comments:

Blogger a.tinstar said...

bíddu, er þetta blogg eða spam...?

7:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home