febrúar 21, 2006

Handbók Mastersnema



13. Kafli

HVERNIG Á AÐ TEIGJA MASTERSNÁM?

1. Finna skemmtilega vinnu til þess að ,,vinna með námi".
2. Vera mjög virkur í ýmis konar félagsstarfi.
3. Gefa þér tíma til þess að vinna úr persónulegum vandamálum.
4. Fara á alla fyrirlestra og ráðstefnur sem tengjast námi þínu.
5. Fara á alla fyrirlestra og ráðstefnur sem tengjast námi þínu ekkert.
6. Alltaf vera tilbúinn að fara í kaffi.
7. Alltaf vera tilbúinn að fara aftur í kaffi.
8. Aldrei fara í stuttar matarpásur.
9. Nota frelsið til þess að útrétta og heilsa upp á fólk.
10. Langar helgar, stuttar vikur.
11. Fara til útlanda til þess "að klára að skrifa" lokaritgerðina.
12. Aldrei að gefast upp á því að finna hina fullkomnu heimild.
13. Aldrei segja fólki að þú sért að vera búinn.

5 Comments:

Blogger Fláráður said...

góður tjekk listi

10:27 e.h.  
Blogger Maggavaff said...

Takk fyrir þennan frábæra lista. Hann á eftir að koma sér vel þegar ég byrja í mínu ma námi. Ég ætla aldrei aftur að vinna, það er svo geðveikt að vera í skóla.

12:21 f.h.  
Blogger Dilja said...

ég er ennþá að bíða eftir því að fá að lesa ritgerðina þína;)

annars bara fínn listi. Sé mig alveg í öllum þessum atriðum...end lækin itt!

kveðjur frá sanfrancisco
diljá

7:45 f.h.  
Blogger ásdís maría said...

Fara til útlanda til þess "að klára að skrifa" lokaritgerðina - er einmitt í þeim fasa núna, dúddamía.

11:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

14. Vera duglegur að blogga!

5:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home