DMDK
Í mörg ár gerði ég grín af gömlum köllum sem voru ennþá að fara á Rolling Stones tónleika.
"hvað er svona gaman við að sjá band sem var upp á sitt besta fyrir 20-30 árum? come on!"
Reality Check:
Fyrir rúmum 20 árum var Depeche Mode ein af mínum uppáhalds hljómsveitum. Black Celebration leiddi mig í gegnum mín "erfiðu" unglingsár í Garðabænum.
Reality Check:
Ég fór á Depeche Mode í Parken í Köben um helgina ... ásamt 45.000 manns ... þ.e.a.s. Færeyjar plús nokkrir Íslendingar.
við drekar vorum með sæti 10 bekkjum frá svo kölluðum nosebleed sætum. og depeche strákarnir voru bara svona litlir maurar ... semsagt ekkert eyecontact. en samt snilld. það er auðvitað ridic að sjá band spila fyrir svona stórum sal. og svo eiga strákarnir nokkra hittara. ... örfáa ...
uppaháldsmoment voru Personal Jesus og Shake the Disease ... personal jesus gjörsamlega átti salinn og dave þurfti ekkert að syngja ... reach out and touch faith eða eitthvað svoleiðis.
martin var reyndar í mjög furðulegri munderingu (surprise) ... eitt fríblað í köben lýsti henni sem undarlegum fuglabúningi með vott af fuglaflensu.
Here is a plea
From my heart to you
Nobody knows me
As well as you do
You know how hard it is for me
To shake the disease
That takes hold of my tongue
In situations like these
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home