mars 16, 2006

Wedding Present á Grand Rokk!!



Indie Rokkarar sem eru stuck á tímabilinu ´87-´92 gleðjast!

David Gedge og félagar í Wedding Present spila á Grand 27. apríl.

Snilld ... flott og hrátt læf band. Þau hafa aldrei verið að finna upp hjólið, en það er einhver kraftur í þeim sem hefur alltaf heillað mig. David syngur alltaf af mikillri innlifun. ég hef ekki séð þá síðan 1990 á Reading og mig hlakkar sko mikið til.

John Peel R.I.P. hélt alltaf mikið upp á allt sem Gedge hefur gert. meðal annars Cinerama bandið hans sem fór því miður fram hjá flestum. og svo loksins í fyrra kom ný WP plata, take fountain ... sem er bara helvíti fín ...

uppáhaldsplötur mínar með þeim eru eftirfarandi:


george best


bizarro


seamonsters

seamonsters var einmitt prodúseruð af hinum eina og sanna Steve Albini ... sem minnir mig á aðra sögu ...




Courtney Love barði David Gedge þegar þau af tilviljun hittust á Reading ...

CL: "are you David Gedge?"

DG: "Yes."

CL: SMASH .... #&%"#$§!!!

Hugsanleg skýring:

1. Steve Albini próduseraði Seamonsters með WP
2. Albini prodúseraði In Utero með Nirvana.
3. Albini eitthvað ósáttur við hvernig gengið var endanlega frá plötunni.
4. Albini tjáði sig eitthvað um það á neikvæðan máta í pressunni.
5. Love fúl úti Albini.
6. Love lemur Gedge ....
7. auðvitað.

Eðlileg skýring:

Love er ... tja ... mmm ... sko ...

allavegana ... sjáumst á Grand!

2 Comments:

Blogger Bjössi said...

ég trúi því ekki hjálmar minn að þú skulir ekki nefna bestu plötu brúðkaupsgjafarinnar, en það er auðvitað 10 tommu albúmið með úkraínsku þjóðlögunum

11:50 f.h.  
Blogger Hjálmar malar said...

það er rétt ...

partýplata aldarinnar

... sem er liðinn ...

ukrainski!!!

1:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home