janúar 17, 2006

Ang Lee ... lifir!



Já það munaði litlu að stóra græna skrímslið hefði drepið þennan yndislega leikstjóra. Ég var lengi vel mjög ringlaður yfir því af hverju Ang Lee hafði ákveðið að gera mynd um Hulk. Ég er ekki en viss hvað mér finnst um þá mynd. Að vissu leiti var það ekkert fráleitt að hann myndi enda með að gera stóra Hollywood mynd, og sértaklega eftir að Crouching Tiger Hidden Dragon gerði allt vitlaust og hæfileikar hans í að gera spennumynd komu í ljós. En hans hæfileikar sem sögumaður liggja ekki þar, hann segjir sögur af fólki. Crouching Tiger fjallaði fyrst og fremst um það, þetta er ástarsaga fólks sem er bara helvíti gott í Kung Fú og leysir sín mál með því fljúga um sparkandi.

Fyrsta myndin sem ég sá eftir hann var the Wedding Banquet, alveg yndisleg mynd. Hún fjallar um ungan samkynhneigðan mann frá Taiwan sem hefur ekki sagt foreldrum sínum frá því að hann sé í sambandi með bandarískum manni. Hann gerir ungri kinverskri konu greiða með því að giftast henni og til þess að hún verði ekki flutt úr landi. Þegar foreldrar hans frétta af þessu koma þau hlaupandi til að halda almennilega brúðkaupsveislu. Fyndin sorgleg og allt þar á milli. Síðan hefur hann gert margar magnaðar myndir: Eat Drink Man Woman, Sense and Sensibility, Ride with the Devil, Ice Storm og núna Brokeback Mountain.



Gullfalleg ástarsaga. ekkert gimmick ... bara yndisleg. sjáíð hana NÚNA!

janúar 13, 2006

Rúm vika liðin ...



... og ég er ekki með nein mjög alvarleg fráhvarfseinkenni frá plötubúðinni.

í alvöru ...

ég ætla samt að kíkja smá á útsöluna.

bara smá.

janúar 07, 2006

2005: uppáhalds lög!

Árið 2006 er hafið. Fyrir nörd eins og mig er viðeigandi að dvelja aðeins i fortíðinni og velta fyrir sér hvað var í uppáhaldi og hvað ekki. Þess vegna er lífsnauðsynlegt að gera topplista. og á næstu dögum ætla ég að skella fram nokkrum slíkum listum. Ég byrja á lögunum.



1. Sufjan Stevens – “John Wayne Gacy, Jr “ af Illinois
2. Andrew Bird – “A Nervous Tic Motion of the Head to the Left” af The Mysterious Production of Eggs
3. Sigur Rós – “Sæglópur” af Takk
4. Death from Above 1979 – “Black History Month” af You're a Woman I'm a Machine
5. Antony & the Johnsons – “You are my Sister” af I am a Bird Now
6. Amadou & Mariam - “Je Pense A Toi” af The Best of: Je Pense a Toi
7. Gorillaz – “Feel Good Inc.” af Demon Days
8. Rufus Wainwright – “Old Whore's Diet” af Want Two
9. Deus – “Bad Timing” af Pocket Revolution
10. Low – “Monkey” af The Great Destroyer
11. Röyksopp – “What Else is There?” af The Understanding
12. Knife – “Pass This On” af Deep Cuts
13. Trabant – “The One” af Emotional
14. Wolf Parade – “You Are A Runner And I Am My Father's Son” af Apologies to the Queen Mary
15. Spoon – “My Mathematical Mind” af Gimme Fiction
16. Úlpa – “Attempted Flight” af Attempted Flight
17. Coco Rosie – “Beautiful Boyz” af Noah´s Ark
18. My morning jacket “Wordless Chorus” af Z.
19. Bloc Party “Banquet” af Silent Alarm
20. Saul Williams “List of Demands” af Saul Williams

janúar 06, 2006

Gjafaprís!

GLEÐILEGT HÁR!!!!!!




gleðilegt hár elskurnar mínar ...

knús og dekur all round.

janúar 04, 2006

"Whatever!"



það hlaut að koma að því ...

jæja ... hverjum hefði dottið það í hug ... ég er hættur að vinna í plötubúð ... reyndar er allt gengið hætt líka ... jebb við erum öll drekar ... drekakaka og allt saman ...

og síðasta vaktin mín var nú frekar fyndin ... eg tók bara smá Jack Black (þ.e.a.s. High Fidelity) á þetta, hékk og lufsaði og urraði á einn kúnna, eiginlega hálfskammaði hann ... i know ekki mjög grown up af mér ... en lúmskt fyndið ...



"eigi þið 'i just called to say i love you' með Stevie Wonder"

grrrr ...

þetta er reyndar ekki í fyrsta skiptið sem ég hætti að vinna í plötubúð ... það var fimm ára tímabil þar sem ég vann á Pizza Hut ... get þvi miður ekki rætt það ... sálfræðingum mínum finnst það ekki ráðlegt ...

en já ... plötubúðir ... the love of my life ... oh minningarnar ... hlátur og grátur ... hitinn, svitinn ... úff

þráhyggjuköstin ... annarlegt þukl á fallegum vinyl ... mmm ... hvað er ég að tala um ...

jæja ... best að athuga hvort að það sé eitthvað laust á Pizza Hut ...