október 26, 2004

John Peel er látinn ...

... aðeins 65 ára gamall. Greyi kallinn ... sorglegt.

Því miður hafði ég það aldrei af að hlusta á þáttinn hans, en maður komst ekki hjá því að finna fyrir þessarri goðsögn ... hann var algjör snillingur í því að grafa upp tónlist og koma hljómsveitum á framfæri sem hefðu annars átt erfiðara með að komast áfram. Einu sinni heyrði ég samt i honum ... hann var kynnir þegar ég var á Reading 1989 og á milli sveita spilaði hann allskonar stuff ... það var ótrulegt hvað hann hlustaði á ... einu sinni las ég hvernig hann fékk æði fyrir geggjaðri hardcore house tónlist ... og hann pantaði í gegnum póstkröfur heilu kassanna af allskonar hardcore 12 tommum ... það var málið ... hann virtist elska tónlist af ástríðu og einlægni og var ennþá að ...

Það mætti segja að hann sé gúru fyrir tónlistarnörda eins og mig ... og hann var með draumadjobbið ... að grúska í plötum og koma þeim á framfæri. Margir þekkja án efa útgáfuseríuna John Peel Sessions ... það er nefnilega magnað að lesa yfir hvaða bönd hafa komið í verið til hans og tekið upp eitthvað stuff ... algjör who´s who listi ... alveg magnað.

John Peel var svalastur ... sofðu rótt og rock on.

október 20, 2004

Bleikar og Bláar töflur

Um daginn þurfti ég að taka töflur fyrir meini sem var að bögga mig ... þær voru bleikar og bláar.

Sama dag sá ég Opruh þátt ... hún var ekki að gefa bíla ... en hún var að fjalla um krakka sem upplifa sig af gagnstæða kyninu og sum þeirra vildu skipta um kyn ... þá og þegar ... þetta var ágætis þáttur hjá henni ... hún tók á þessu frá hinum og þessum sjónarhornum og tókst vel að einbeita sér að líðan krakkana og þeirra einstaklinga sem hafa þurft að fara í gegnum þetta ... en á meðan að ég horfði á þetta, þá gat ég ekki komist hjá því að vellta fyrir mér hversu margir eru uppteknir að hugsa heiminn útfrá bleiku og bláu ... það verður að segjast ... því meira sem ég hugsa um það ... því magnaðra finnst mér það ...

Lifum við í Bleikum og Bláum heimi?

eða réttara sagt ...

Bleikum EÐA Bláum ...

það er þessi annaðhvort eða hugsun sem hræðir mig svo ... svart eða hvítt ... rétt eða rangt ... karl eða kona ... straight eða gay ... með eða móti ... gott eða illt ...

Það fæðast reglulega börn í þennan heim sem eru ekki af kven eða karlkyni ... og foreldrar eru neiddir (lengi vel voru þeir ekki spurðir) til að ákvarða af hvaða kyni barnið á að vera ... barnið er lagað til á skurðborði eftir því kyni sem valið var og yfirleitt þarf þessi kynmótaði einstaklingur að taka inn hórmónalyf það sem er eftir af ævi sinni ...

ég get engan veginn sett mig í spor slíkra einstaklinga og ekki heldur þeirra sem vilja skipta um kyn ... en ég spyr í staðinn ... eru skurðaðgerðir og lyf leiðin til að finna sátt og hamingju ... leysir það málið ... finnur maður mig sig frekar í bleiku eða bláu samfélagi, ef maður tekur bláa eða bleika pillu til að rétta sig af ...

mmm ... ég veit ekki ...

reyndar veit ég um nokkra sem ættu að taka stóran skammt af bleiku til að draga úr óeðlilega háu magni af bláu í blóði þeirra ...

Þrumur og eldingar

Ég sit hér við tölvu mína á miðvikudagskvöldi í litla Ehnen, Luxembourg og það eru þrumur og eldingar úti. Ég get talið á annarri hendi skiptin sem ég hef heyrt í þrumum á Íslandi ... þetta minnir mig á þegar ég var 8 ára og ég upplifði mitt fyrsta þrumuveður hér í Luxembourg ... Guð mín góð ... ég var skítthræddur. Ef slíkt gerist á klakanum, þá er maður svo sannarlega hissa og forvitinn ... en það gerist yfirleitt ekki mikið ... kannski einn og einn þruma ... svona eins og smá prump og svo er það búið ... Hér á meginlandinu heldur þetta endalaust áfram ... (prumplíkingum líkur hér með) ... og það er magnað ... það rignir endalaust ... endalaust ... og ólíkt því sem maður þekkir heima, þar fylgir yfirleitt svo mikið rok, að maður heyrir varla í regndropanum ... enn stöku sinnum fáum við svokallaða útlenska rigningu heima ... ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta voða notalegt ... ég er ekki lengur hræddur.

The Confessions of a Fast Food Junkie

Já ... ég veit að ykkur verður brugðið, en ég verð að segja ykkur þetta:

"Ég er Fast Food Junkie".

Réttara sagt McDonalds Junkie ... úff ... þá er ég búinn að segja það.

Ronald McDonald hefur fylgt mér næstum því alla mina ævi ... Ég á myndir af mér að halda upp á 11 ára afmæli mitt í Ronnie´s Boat World á einum af mínum uppáhalds McDonalds stöðum í Hong Kong ... úff ... ég og vinir mínir voru bara kampakátir ... brosandi og troðandi stökkbreyttum kartöflulikum upp í okkur og skolaðu niður með helling af kóki ... þá reyndar voru oversize me stærðirnar ekki komnar ...

nammi namm ... Þegar ég var krakki þá fannst mér þetta gott ... helvíti gott. Uppáhaldið mitt þegar ég var unglingur í HK voru tveir Egg McMuffin, skammtur af frönskum og mjólk ... prótein veisla ... ég var á góðri leið að supersiza sjálfan mig.

Síðan fluttum við til Íslands og þar var ekki að finna neitt McDonalds ... bara Tommi að líða undir lok ... það dugði mér bara að overdósa þegar ég var í útlöndum ...

flash forward ... árið 1992 og Faðir Davíð er að smjatta á fyrsta Big Macnum á Íslandi ... scheisse ... og vitlausan tók við sér á ný ... en málið var að þegar leið á ... þá fór mér að finnast þetta vont ... bragðlaust, ofsaltað, feitt, plastað ... eða eitthvað svoleiðis ...

This is where it gets interesting ...

Samt hélt ég áfram að fá mér Big Mac öðru hverju ... á tímum svolítið meira en öðru hverju ... og í hvert skipti ... var ég "Damn ... þetta var vont, af hverju var ég að þessu." Ég var mjög feginn þegar dílarinn minn hætti rekstri á Austurstræti og færði sig i úthverfin ... stöku sinnum kemur það fyrir að ég komi við upp í Kringlu og á leiðinni á Boozt-barinn kaupi ég einn Big Mac ... "Damn ... ekki aftur ..."

En þegar ég var í London um daginn tókst mér að beita Ronnie einhverjum brögðum ... Á Oxford Street til dæmis er það mikið af McDonalds að maður telur yfirleitt 3 McDonalds staði áður en maður finnur næsta McDonalds ... það er ekki lengur hægt að nota þá sem viðmið þegar maður vill muna úr hvaða átt maður kom ... þeir eru alls staðar ... en mér tókst það og ég er búinn að vera Big Mac frjáls í 66 daga ... jíbeeee ... núna er það bara að losa mig við the EVIL BLACK SUGAR VODOO FLUID ... þ.e. kók. "My precious ... all mine ... my precious ... all mine!"

http://www.mcspotlight.org/

október 18, 2004

"Mark Eitzel er snillingur!"

"Mark hver ...?"

"Mark Eitzel ... söngvari American Music Club frá San Francisco ..."

"American Music ... var það ekki lag með lag með Violent Femmes?"

... og svona heldur þetta yfirleitt áfram í dágóða stund. AMC er band sem hefur oftar en aðrar sveitir verið lýst sem "criminally overlooked" og einhverra hluta vegna aldrei fengið uppreisn æru.

En ... af því að "allir" eru búnir að bíða spenntir ... þá eru þeir komnir saman aftur eftir tíu ára hlé og voru að gefa út snilldarplötu: "Love Songs for Patriots"... ég endurtek Snilldarplata! Ég verð reyndar að viðurkenna að þegar ég setti hana fyrst á ... þá fannst mér hún bara fín ... en núna ... snilld ... með betri plötum þeirra og pottþétt margfalt betri en síðasta platan.

"En Hjálmar, ... af hverju ertu svona æstur?"

Sko ... ég fékk loksins að sjá bandið live ... ó mæ god ... Berlín 9. október ... jebb, ég var aftur orðinn 19 ára ... gæsahúð og læti. Vudi gítarleikari var mættur fyrstur á svið ... í iðnaðarsamfestingi með málninga slettum og alles ... og risa stórt höfuðfat ... svalur að vanda. Síðan kom restin af bandinu á sviðið. Crowdið var ekki stórt ... en það var greinilegt að meðal þeirra voru æstir aðdáendur ... það var engin að þykjast vera svalur og kjaftandi þegar þeir voru að koma sér fyrir á sviðinu ... það var bara þögn. Mark hafði einhverra hluta vegna 5 gítara til að stilla, en þegar hann lauk því þá mjakaði bandið sér af stað með honum í hinu yndislega lagi ... "Why wont you stay?" af Everclear meistarstykki þeirra fra 1991 ... já ég veit ég er nörd ...

Mark var í góðu skapi þegar þeir byrjuðu ... en því miður fór tæknin að stríða honum þegar leið á settið og að auki var einn aðdáendi að bögga hann bigtime með ákafum fagnaðarlátum ... Þannig er Mark ... viðkvæmt helvíti. Samt sem áður söng hann eins og engill. Þeir spiluðu nýtt og gamallt í bland. Það var geggjað að heyra bandið storma í gegnum snilldarlög eins og Johnny Mathis´Feet, Home, Firefly, If I had a Hammer ... AMC í toppgír ... tonn af drama ... slatta af kaldhæðni ... fullkominn keyrsla og Mark kreysti úr sér allt sem hann hafði ... Magic ... yndislegt ... Það er ótrúlegt hvernig þetta band getur í rólegheitum hvíslað einhver sorgarkvæði ... síðan er allt látið vaða ... bassi og trommur á fullu ... Vudi vælir ... og stundum heldur maður að Mark eigi eftir að brotna niður ... lögin eru það einlæg ...

Nýja stuffið naut sín virkilega ... til dæmis er lagið Patriot´s Heart með því betra sem ég hef heyrt lengi ... geggjað á disknum ... out there á sviði ... En þegar leið á tónleikana var Mark kominn í fýlu ... bandið var ennþá í góðum fíling en greinilega farinn að hafa áhyggjur. Samt söng hann eins og engill, en var farinn að urra ... Þannig að eftir að Sick of Food fékk að flæða yfir okkur fullt af sorg og vonleysi ... þakkaði hann fyrir sig og rauk af sviðinu ... Neeeei ... var þetta búið ... það var klappað og klappað og skyndilega birtist hann aftur og án þess að segja orð söng hann með brotið hjarta eitt af rólegri lögum nýju plöturnar ... Myopic Books ... ótrúlega ljúft ... Maður fór að gera sér vonir um að meira myndi fylgja ... en án þess að segja orð rauk hann aftur af sviðinu ...

Það var hrópað og klappað í 10 mínútur og ekkert gerðist. Bandið stóð hálfpartinn í óvissu líka ... en þetta var búið. 13 snilldarlög ... og ég vildi 30 í viðbót ... maður vill alltaf meira ... en í staðinn fyrir að vera sorrý, svekktur og sár ... var ég í skýjunum ... þetta gat ekki verið betra ...

október 17, 2004

Meira Berlin ... meira!

Þegar við flugum frá Berlín ... langaði mig strax í meira. Ég hafði það svo sannarlega á tilfinninguni að ég væri ekki búinn með þessa borg ... enda er hún ekki búinn. Hún fær greinilega aldrei að vera nóga lengi í friði til þess að einfaldlega ... að vera. Ein klisjan um þessa borg virðist vera að hún er aldrei eins ... kannski er þetta eina schizophrenic stórborgin. Hún var allaveganna einu sinni klofinn. Það er kannski besta lýsingin á þessari borg. Klofinn.

Það er óhætt að segja að þessi borg hafi upp á "allt" að bjóða ... hvað sem það nú þýðir. Fyrir mér er hún svo yndislega brútal ... hún er allt í einu ... falleg og ljót ... gömul og ný ... íhaldsöm og rótæk ... þvinguð og rótæk ... þjóðleg og alþjóðleg ... semsagt brútalí yndisleg.

október 10, 2004

"Ich bin ein Berliner"

... med sultu eda sukkuladi? skiptir ekki mali!

Berlin er aedisleg borg!

Spitze!

október 06, 2004

SUPER SIZE ME i boði ...

McDonalds ... Já McDonalds. Þannig var að ég fór á Super Size Me með foreldrum mínum fyrir nokkrum vikum. Sem í sjálfu sér er ekki frásögufærandi ... nema hvað ... eftir að við vorum búinn að hlæja, hneikslast og gefa frá okkur ýmis óþægileg hljóð ... í ljósi þess að flestir í salnum hefðu einhvern tíma borðað McDoo ... eins og það þekkist víst sem í Frakklandi. Þetta er helvíti skemmtileg mynd og gefur Anti-McDonalds umræðunni skemmtilegt andlit. Fyrir þá sem vilja kafa dýpra ... þá mæli ég með bókinni Fast Food Nation. Allaveganna ... þegar við löbbum út ... datt mér í hug að kíkja aftaná bíómiðan ... maður finnur oft ýmislegt aftan á þessum miðum ... eins og til dæmis tilboðsauglýsingar frá skyndibitastöðum ... og í þetta skiptið var það 2 for 1 tilboð frá ... já McDonalds. Tja sko ... við erum ekki búinn að leysa miða út.

Tungugrautur

Það er ekki þægilegt að vera mállaus, en það er ekki betra að vera málvilltur!

Í litla sæta Lúxembourg eru nefnilega nokkur tungumál í boði:

Lúxemburgska
Franska
Þýska

(Enska)

Skynsamlegast væri bara að velja eitt tungumál og einbeita sér að því. Ég tala nefnilega fína þýsku og reyni yfirleitt að beita henni. Það bara virkar ekki nóga vel, því franskan er eiginlega orðið aðalmálið hérna. Þannig að þá væri bara skynsamlegast að einbeita sér að því að bæta frönskuna ... en þá heyra þeir að maður talar ekki nóga góða frönsku og reyna að hjálpa manni á Lúxemburgsu, þýsku og eða ensku. Þannig að flest samtöl enda í algjörum graut og engin mann á hverju var byrjað. Ég verð stundum það ringlaður að ég enda með að skjóta smá Íslensku með:

H: Mojen (Góðan daginn ... allan daginn)
L: Bonjour
H: Eine Kók bitte!
L: Kok ...? Que ...
H: Ah ... sorry ... mais pardon ... une Coca Cola sil vous please.
L: Coca ...?
H: Cola ...
L: Aha ... Coolaa ... sil vous plait ...
H: Takk ... thank you ... merci ... very beaucoup.

Suma daga þegar ég er mjög þyrstur, þá hjóla ég bara yfir Mosel ána og panta mér eina Kók á þýsku í Þýskalandi. Sameinuð Evrópa hvað ...