október 20, 2004

Bleikar og Bláar töflur

Um daginn þurfti ég að taka töflur fyrir meini sem var að bögga mig ... þær voru bleikar og bláar.

Sama dag sá ég Opruh þátt ... hún var ekki að gefa bíla ... en hún var að fjalla um krakka sem upplifa sig af gagnstæða kyninu og sum þeirra vildu skipta um kyn ... þá og þegar ... þetta var ágætis þáttur hjá henni ... hún tók á þessu frá hinum og þessum sjónarhornum og tókst vel að einbeita sér að líðan krakkana og þeirra einstaklinga sem hafa þurft að fara í gegnum þetta ... en á meðan að ég horfði á þetta, þá gat ég ekki komist hjá því að vellta fyrir mér hversu margir eru uppteknir að hugsa heiminn útfrá bleiku og bláu ... það verður að segjast ... því meira sem ég hugsa um það ... því magnaðra finnst mér það ...

Lifum við í Bleikum og Bláum heimi?

eða réttara sagt ...

Bleikum EÐA Bláum ...

það er þessi annaðhvort eða hugsun sem hræðir mig svo ... svart eða hvítt ... rétt eða rangt ... karl eða kona ... straight eða gay ... með eða móti ... gott eða illt ...

Það fæðast reglulega börn í þennan heim sem eru ekki af kven eða karlkyni ... og foreldrar eru neiddir (lengi vel voru þeir ekki spurðir) til að ákvarða af hvaða kyni barnið á að vera ... barnið er lagað til á skurðborði eftir því kyni sem valið var og yfirleitt þarf þessi kynmótaði einstaklingur að taka inn hórmónalyf það sem er eftir af ævi sinni ...

ég get engan veginn sett mig í spor slíkra einstaklinga og ekki heldur þeirra sem vilja skipta um kyn ... en ég spyr í staðinn ... eru skurðaðgerðir og lyf leiðin til að finna sátt og hamingju ... leysir það málið ... finnur maður mig sig frekar í bleiku eða bláu samfélagi, ef maður tekur bláa eða bleika pillu til að rétta sig af ...

mmm ... ég veit ekki ...

reyndar veit ég um nokkra sem ættu að taka stóran skammt af bleiku til að draga úr óeðlilega háu magni af bláu í blóði þeirra ...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

uff.. deep mamma mia.. veistu held thad se samt bara best ad hafa tvennt af ollu.... jafvægid og harmonia vinna svo vel samn tha og ef madur er i einhverri ovissu tha bra hey.... a girl can always change her mind !!!... nei en i alvoru.. eg get ekki mier.. er buin asd sitja i 40 min a bokasafnshordumplaststoli ad lesa blogg og skrifa blogg... get ekki meir..... ordin verulega uam, en ... get samt ekki stadid upp.. verd a dfa meira.. meiri ord meira meira meira... aaaahahhh... mooogis

9:36 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home