október 06, 2004

SUPER SIZE ME i boði ...

McDonalds ... Já McDonalds. Þannig var að ég fór á Super Size Me með foreldrum mínum fyrir nokkrum vikum. Sem í sjálfu sér er ekki frásögufærandi ... nema hvað ... eftir að við vorum búinn að hlæja, hneikslast og gefa frá okkur ýmis óþægileg hljóð ... í ljósi þess að flestir í salnum hefðu einhvern tíma borðað McDoo ... eins og það þekkist víst sem í Frakklandi. Þetta er helvíti skemmtileg mynd og gefur Anti-McDonalds umræðunni skemmtilegt andlit. Fyrir þá sem vilja kafa dýpra ... þá mæli ég með bókinni Fast Food Nation. Allaveganna ... þegar við löbbum út ... datt mér í hug að kíkja aftaná bíómiðan ... maður finnur oft ýmislegt aftan á þessum miðum ... eins og til dæmis tilboðsauglýsingar frá skyndibitastöðum ... og í þetta skiptið var það 2 for 1 tilboð frá ... já McDonalds. Tja sko ... við erum ekki búinn að leysa miða út.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home