október 06, 2004

Tungugrautur

Það er ekki þægilegt að vera mállaus, en það er ekki betra að vera málvilltur!

Í litla sæta Lúxembourg eru nefnilega nokkur tungumál í boði:

Lúxemburgska
Franska
Þýska

(Enska)

Skynsamlegast væri bara að velja eitt tungumál og einbeita sér að því. Ég tala nefnilega fína þýsku og reyni yfirleitt að beita henni. Það bara virkar ekki nóga vel, því franskan er eiginlega orðið aðalmálið hérna. Þannig að þá væri bara skynsamlegast að einbeita sér að því að bæta frönskuna ... en þá heyra þeir að maður talar ekki nóga góða frönsku og reyna að hjálpa manni á Lúxemburgsu, þýsku og eða ensku. Þannig að flest samtöl enda í algjörum graut og engin mann á hverju var byrjað. Ég verð stundum það ringlaður að ég enda með að skjóta smá Íslensku með:

H: Mojen (Góðan daginn ... allan daginn)
L: Bonjour
H: Eine Kók bitte!
L: Kok ...? Que ...
H: Ah ... sorry ... mais pardon ... une Coca Cola sil vous please.
L: Coca ...?
H: Cola ...
L: Aha ... Coolaa ... sil vous plait ...
H: Takk ... thank you ... merci ... very beaucoup.

Suma daga þegar ég er mjög þyrstur, þá hjóla ég bara yfir Mosel ána og panta mér eina Kók á þýsku í Þýskalandi. Sameinuð Evrópa hvað ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home