ágúst 28, 2004

"Þú verður að ..."

Hver hefur ekki heyrt "Þegar þú ert í London þá verður þú að skoða ... þetta og þetta ... þú bara verður!" Er til algildur listi yfir það sem maður verður að skoða eða sjá þegar maður heimsækir þekkta staði? Tja ... það er spurning. Það er án efa til slíkur fyrir þá sem sækja Ísland heim. Miða við hann þá held ég meiri segja að margir samviksusamir túrhestar þekki frónina betur en ég, enda hef ég nú verið kallaður ýmsum nöfnum af vinum mínum, t.d. hef ég verið kallaður "ekki síbúi" ... mmm.

Allaveganna ... ég var staddur í London og skyndilega kom yfir mig smá skyldufílingur. Ég varði heilum degi í það að skoða hin ýmsu gallerí og listasöfn, ... hvernig læt ég ... ég var í svo miklu stuði að ég hélt áfram daginn eftir með Jenine vinkonu minni. Það er óhætt að fullyrða að London er stútfull af menningu og það var bara helvíti gaman að súpa af þeim stút. Ég held að mér hafi bara tekist helvíti vel við að leika menningaróvita eina tæpa helgi. Það skemmtilega var að ég datt inn í einhvern trans ... jechh ... hvað þetta hljómar yfirborðskennt.

Ég byrjaði á einu drullu stóru safni ... the British Museum ... huge safn ... og ég verð að viðurkenna að ég varð þokkalega impressed ... það var auðvitað óhugnarlegur fjöldi af fólki ... en maður tók lítið eftir því, vegna þess að aðalsalurinn er yfirþyrmandi stór og glæsilegur. Þegar ég labbaði inn gegnum aðalinngang safnins var dæmigerð ensk grámygla hangandi slefandi blaut yfir borginni, en þegar ég labbaði þá mætti mér geðveikur ljós marmaraglampi og mér leið eins og ég væri í tacky himnasénu í væmnri bandarískri rómantískri gaman existantial ælusögu, en mig langaði ekki til að æla, þetta var bara helvíti kúl. En ég var ekki í þessu safni til að dást af byggingunni eða ótrúlega ríku (allt stolið á tímum nýlendana) sögulega safni. Nei ... ég var þarna til þess að skoða minnstu sýningu safnins og þá meina ég minnstu ... pínu, pínu lítil. Um er að ræða sýningu á Barmmerkjum í gegnum tíðina. Mér var vísað á sal sem er kallaður Gallerý 69a, en gallerí er ekki réttnefni, þetta var frekar eins og kústskápur. manni leið eins og maður væri að labba inn í stóra vörulyftu, nema hvað það var bara helvíti skemmtileg sýning í gangi. Kannski var þetta af ásettu ráði gert ... "hvar getum við sýnt minnstu hlutina? ... ah jú auðvitað best að rýma kústaskápinn." Flott sýning, ég mæli með henni. Fullt af bráðskemmtilegum barmmerkjum, og mitt uppáhald hljómaði svona "Gay Whales against Nuclear Weapons" ... hehe.

Eftir þetta kíkti ég á ljósmyndasýningu í litlu gallerí alveg við Baker Street og á leiðinni komst ég að því að Bretar merkja húsinn sýn á forvitnilegan máta. Ég reyndi að átt mig á logikinn, en tókst það ekki. Þetta minnti mig smá á Kópavoginn. Um var að ræða sýningu á ljósmyndum Leni Riefenstahl, þá sérstaklega af Nubi ættbálknum, mjög magnaðar myndir.

Ég er með ráð fyrir þá sem ætla að skoða Tate Modern safnið, passið ykkur á því að taka ekki lestina sem leiðir mann til Tate Britain safnins, það er ekki sama safnið.

En Tate ... vó ... flott ... ég labbaði stoltur inn í aðalsalinn þar sem Óli E. hafði verið með sýnishorn af íslensku veðri til sýningar fyrr um árið ... hehe ... erum við ekki pathetic ...

Þetta er geggjað safn. Stórt og í fyrstu svolítið yfirþyrmandi, sem gerði það að verkum að ég vissi ekki hvar ég átti að byrja. Þannig að ég tók bara næstu lyftu og steig út þegar aðrir stígu út. Ég borgaði mig inná sýningu listamanns frá Hollandi, sem var helvíti skemmtileg. Eftir hana fór ég að ráfa um safnið og áður en ég vissi þá var ég búinn að þvælast um í einn og hálfan tíma í hinum ýmsum sölum og stoppaði nokkrum sinnum til að horfa út áThames. Að lokum labbaði ég yfir Milenium Bridge (ég held að hún heiti það), sólin var að setjast og himinninn var gulur og bleikur og kínverskur götulistamaður spilaði eitthvað new age stuff, sem gnæfði yfir allt. Þetta var þokkalega væmin stemmning, enda er ég væmin gaur. mushi mush.

Daginn eftir var ég á leiðinni á Design safnið með vinkonu minni, þegar við rákumst að tilviljun á ljósmyndasýningu á miðju torgi, út um allt voru 3 metra háir turnar og á þeim voru sláandi myndir af stríðum og harmleikum undanfarna ára. Því miður mann ég ekki hvað ljósmyndarinn heitir, en þetta voru sláandi myndir. magnað. Að lokum náðum við Design safninu, en þurftum að rjúka smá í gegnum það vegna þess að það voru 45 mín í lokun. Þannig að við skoðuðum skemmtilega sýningu á verkum Saul Bass. Hafði ekki hugmynd um hver hann var fyrir þessa sýningu, en komst að því að hann hafði hannað óþægilega mikið af logoum, lookum og svo framvegis sem maður þekkti frá ungu barnsbeini. Sýningin var það skemmtileg að við þurftum að rjúka upp á næstu hæð til að ná að skoða sýningu á verkumeftir 2 brasílska hönnuði (bræður) á nokkrum mínútum. Það var geggjað. Salurinn var skreytur eins og skrýtinn endurunninn frumskógur og salurinn var fullur af húsgögnum sem voru sett saman úr endurnýttum hlutum. Það var stórt skylti sem á stóð ekki snerta ... en vó ... ég og vinkona mín áttum mjög erfit með okkur. Þetta dót var svo litríkt og það kallaði á okkur. "Komdu og snertu mig". Allt mjúkt og spennandi ... ég segji ekki meira ... það er dálítið óljóst hvað gerðist næst ... salurinn fór að snúast ... litirnir urðu skærari ... og bleikir álfar stukku út úr húsgögnum og kallaði ... "Það er búið að loka".

Ég held að þetta hafi verið nóg list í bili.

2 Comments:

Blogger a.tinstar said...

mmmm enn gaman. gaman að lesa bloggið þitt, það er mjög skemmtilegt. fannstu plötubúðina í trier í horten? kaufhof? karstadt? er teledisc ennþá til í letzebuerg? :)

8:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

va madur minn lifandi.. hefurddu alltaf blotad svona mikid elsku gull.... eda eru thetta bara einhver utlensk ahrif...... eda vikingurinn ad koma fram.. blot blot blot.. ja og meira blod..... kossar fra køben. h

10:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home