ágúst 26, 2004

Einn með sjálfum sér í London

Það er skiptar skoðanir um að ferðast einn. Ég elska það. Ekki að ég elski ekki að ferðast með öðrum ... en það er eitthvað rómó við að hanga bara með sjálfum sér á nýjum stað og flakka og villast. Ég geri nóg af því að villast... stundum af ásettu ráði en yfirleitt óvart. En það er yfirleitt mjög gaman ... nema ef maður labbar inn í eitthvað skuggalegt hverfi ... eða týnist forever and ever. allavegana er erfitt að láta sér leiðast í stórborg.

Það getur auðvitað verið svoltítið yfirþyrmandi að koma sér einn á áfangastað. Ég lenti í London á miðvikudagskvöldi um kvöldmatarleitið. Um það leiti rifjaðist fyrir mér að ég hafði gleymt að fá leiðbeiningar um hvernig ég ætti að koma mér á minn endanlega áfangastað. Ég var með addressu í vasanum, en ... ég fattaði þegar ég var að bíða eftir farangrinum að það myndi nú kannski ekki duga mér. En í staðinn fyrir að fá stresskast þá ákvað ég að hringja í dúllu systur mína, sem hafði gist á sama stað nokkrum vikum áður og hafði haft vit á því að fá allmennilegar leiðbeiningar ... fyrirfram. Og af því að hún er sú skynsama og skipulagða af okkur tveim, fannst mér líklegt að hún gæti haft þetta við hendina. Og hvað heldur þú, hún var með þetta á hreinu ... en hálf undrandi á kæruleysi mínu.

Hvað gerðum kæruleyingjar eins og ég áður en gsmanir mættu til leiks? Tja ... það er spurning. Ég á nú nokkrar skautlegar ferðasögur fyrir tíma gsmana ... en ég geymi þær til betri tíma ... eða eitthvað þannig. Eitt notalegt við gsmana erlendis ... maður er kannski týndur eða áttavilltur á flugvellinum eða snúandi ótal hringi í kring um sjálfan sig á lestarstööinni ... þá heyrist lítið sætt bípp bípp ... og lítið skilaborð birtist í símanum, sem hljómar eitthvað svona "Velkominn til london .... bla bla bla ... hringdu í ... bla bla bla ...". ekki það að ég hafi nokkurn tíma notað þessi númer. En mér hlýnar yfirleitt um hjartarræturnar mínar, það er einhver þarna hjá OgVodafone að hugsa til mín, og hvað heldurur í stórborg eins og Lúndun, eru mörg símafyrirtæki og öll hugsa hlýtt til manns. Mér finnst ég bara eftir þessa ferð bara þekkja fólkið hjá Vodafone, Orange, BT og hvað nú ekki bara vel og innilega og það munaði litlu að ég freistaðist til að heilsa uppá þau þegar ég labbaði framhjá söluskrifstofum þeirra útum alla borg.

Ferðalagið til vinkonu minnar tókst bara vel. Klukkan var að vera 22 og ég keypti mér tilbúið tælenskt kurrý eins og hann Jamie sæti Oliver mælir svo með, ásamt einhverju geðveiku engifer öli frá Jamaica (Hressandi!). Vinkona mín var ekki stödd í borginni, heldur var að athuga hvort að húsið hennar í Orlando hafi nokkuð fokið til Mexíkó. Hún býr í geðveikri sætri íbúð í gömlum kastala og til þess að gera innkomu mína smá scary eða notalega þá skildi hún the Royal Tenenbaums í gangi í DVD spilarnum sínum og þegar ég kom inn hljómaði stefið stanslaust, og var víst búið að gera það í tæpa viku. Mér datt fyrst í hug að þetta væri nýtt snildar þjófavarnarkerfi ... sem hljómaði ekki eins og þjóðvarnarkerfi ... en í staðinn var þetta bara skemmtileg afleiðing viðutaheitum yndislegu vinkonu minnar Jenine. Einhvern tíma langar mig að skrifa bók um hana sem mun heita "The Adventures of Being Jenine". En ég læt þetta duga í bili.

Allavegana ... þá borðaði ég kurryið sem var bara helvíti gott og horfði á BBC og aðrar skrýtnar breskar sjónvarpsstöðvar. Svo fór ég bara að sofa ... út um gluggan heyrði ég í krá sem er á næðinni fyrir neðan og nokkrun dögum seinna komst ég að því að söngkona í Thompson Twins drekkur þar stundum og býr að auki í sama húsi ... ó mæ gawd ... var ég nokkurn tíma búinn að minnast á að ég elskaði Thompson Twins þegar ég var 13 ára ... og var með hárgreiðslu í stíl ... kannski ekki ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home