ágúst 27, 2004

Ha ... Plötubúðir í London!

London: dagur 2. Þegar ég vaknaði þennan morgun, ákvað ég að það væri best að drífa það leiðinlega af. Það er stundum bara best, minni sársauki. Þannig að ég andaði djúpt og lét það vaða. Ég fór í plötubúðaleiðangur ... maaaan ... er ég ennþá 18 ára ... eða hvað ... mér leið eins og þegar fór fyrst í plötubúðaleiðangur í London 1989 ... þegar ég fékk mitt versta tilfelli af Plötubúða-Delerium ... móðir mín og systir þurfti að beita áfallahjálp til að koma mér heilum aftur frá LaLa landi. Ok ... ég var nú kannski ekki í svitakasti, slefandi, erfitt með að anda og sjónin að hrella mig ... ekki í þetta sinn ... en ég dett samt alltaf í trans í þessum stórum plötubúðum ...

Ég tékkaði fyrst á "litlu" HMV rétt hjá Oxford Circus ... bara til að hita mig upp og fá tilfinningu fyrir því sem fyrir mér lá. Síðan hægt og rólega mjakaði ég mér upp að þeirri stóru ... áchhh ... hvað þetta er gott. Með smá svitarönd á efri vörinni ... ráfaði ég um aðalhæð þessa skrímslis til þess að átta mig hvar væri best að byrja ... og það reyndist bara best að byrja á Ainu og taka þetta staf fyrir staf. Tæpum einum og hálfum klukkutíma síðar stóð ég fyrir framan Frank Zappa rekkan með ásættanlegan búnka í fanginu. Eftir smá sýstematíska endurskoðun (þ.e. ég tók saman hvað ég átti mkinn pening), labbaði ég stoltur að kassanum og greiddi fyrir fjársjóð minn með prakkarabros á vör.

Eftir þetta leið mér það vel og datt í hug hvort að ég gæti endurtekið þetta ... en á nýjum vettvangi. Ég tók stefnu upp á næstu hæð þar sem var að finna DVD deildina. Það kom fljótt í ljós að það var ekki góð hugmynd. Hvar í ósköpunum átti ég að byrja? Gamlar bíómyndir, Nýjar Bíómyndir, Tilboð, listrænar myndir, sjónvarpsþættir, og síðast en fyrst og fremst nördalegast ... Star Trek. Ég hélt á nýjustu útgáfunni ... Star Trek Original First Special super dúper oversized opverprized soft yellow plastic edition. Glampinn af þessu splunkunýja geimhylki var ... ja hvað skal segja ... speisað. Skyndilega heyrði ég rödd hljóma í eyrum mínum: "Hjálmar .... þú ert nörd." Ég lagði hylkið niður og labbaði beint útúr búðinni og fór í næstu bókabúð þar sem ég keypti nokkrar bækur um mannfræði.

1 Comments:

Blogger a.tinstar said...

hhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhahhhahhahaaaaa!

2:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home