ágúst 26, 2004

Cool Britania

Hey ya, ég lenti hér í London á miðvikudagskvöldi. Það er alltaf yndislegt að koma til Lúndunarborgar. Þetta er mögnuð borg, og Bretland er magnað ríki, en … já en … ég verð að viðurkenna að get ekki alveg vanist því viðmóti sem einkennir svona stórborg. Það virðist nú einkenna flestar stórborgir að viðmótið sem maður fær er oft á tíðum frekar kuldalegt, en þá borgar sig að taka því ekkert nærri sér, þetta er ekki persónulegt. Það tekur nú á að vera síbrosandi og síheilsandi í stórborg eins og svala London.

Maður má nú ekki gleyma því að viðmótið sem einkennir reykjavíkurborg er nú ekki það hlýjasta í heimi. Okkur tekst nú oftast að láta eins og Reykjavíkurborg sé stórborg. Amstrið er svo mikið, umferðin er áköf; umferðin er í raun ekki mikil, allveganna ekki miða við þær sultur (traffic jam) sem fólk er vant erlendis, en hamagangurinn í öllum … guð mín góð … eftiráaðhyggja er ég feginn að hafa skilað inn bílnum mínum og farið að hjóla. Því að hvert skipti sem ég fæ að láni bíl frá góðvinum mínum til þess að útrétta, þá finn ég bílapúkahjálmar spretta aftur upp, axlirnar stífna, takið mitt á stýrinu verður grimmara, og það er nú bara heppni að þetta endar ekki í ósköpum. Ég elska Reykjavíkurþorpið okkar, en eins og með suma kæra vini og vandamenn sem maður vill síður sjá sumar hliðar af, þá er þetta ein hlið af RB sem ég vill síður sjá, því kýs ég að vera á flakki á þeim stundum þar sem minnst af umferð er. Fyrir utan það þá ég athafna ég mig first og fremst í 101num. og það svæði er nú ekkert voða bílafriendly, kannski er það bara ágætt, enda er 101 eins og lítið þorp, og þar líður mér ekki eins og ég búi í Reykjavík City, it´s a friendly place where everyone knows my name. en nóg um mig … var ég ekki annars að tala um London ... ó jú hún er yndisleg borg.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home