ágúst 30, 2004

"The cool will inherit the earth."

Ráfandi um London fór ég að velta fyrir mér ... eru allir Londonbúar svalir? Það mætti halda það. Maður fer bara hjá sér. Það eru allir ultrahipp og með tískuna á hreinu. Hárið er ... tja ... "just so right". Alls staðar eru allir með svalheitin á hreinu. Það skiptir ekki máli hvar þú ert, í tiskuverslunum eru allir auðvitað ubercool, í bókabúðum, plötubúðum, á kaffihúsunum og meiri segja á McDonalds. Undir steril skyndibitaklæðunum finnur maður hvernig svalheitin reyna að spretta fram þrátt fyrir "You want fries with that" brosið.

Ég labbaði um ... hógvær og feimin ... ég get bara engin verið eins svalur og aðrir í þessarri borg ... en bíddu ... "Er þetta ekki hann Jói? ... og þarna ... er þetta ekki Dísa?" eða hvað ... nei ... þau eru bara ótrulega lík þeim og hvað þessi þarna ... og þessi ... og hún þarna ... Það er ekki bara að allir eru svalir, það eru allir eins svalir, þ.e. samskonar svalir og í Reykjavík, París, Köben, Berlín og svo framvegis.

James Dean var fyrir mörgun the ultrahipp mega svali dularfulli gaur, sem fólk er ennþá daginn í dag að slefa yfir. Ég myndi halda að JD hafi verið svalur af því að hann var öðruvísi en aðrir og bar eitthvað sjalfsöryggi (eða geggjun) sem aðrir höfðu ekki. En hvernig geta allir verið svalir? Tja það er spurning ...

Jú auðvitað ... þú getur keypt svalheitin? Þú ferð í næstu ultramegahipp bókabúðina og verslar "the Ultra Megahipp how to be different from everyone else handbook", sem er búinn að vera á metsölulistum útum allan heim í marga mánuði. Þá hleypur maður bara í næstu gapdiesellevy dúbídú verslun, og labbar svallega inní the Cool Departement og fær ráð hjá svölum starfsmanni um hvað maður á að klæðast og ... SJASAMM ... þú ert orðinn svalur eða svöl ... eins og allir aðrir.

mmm ... beam me up Scotty!

1 Comments:

Blogger Gummi Erlings said...

Gott að finna þig loksins í bloggheimum. Líst vel á þetta hjá þér. En, common, þú ert svalur Hjálmar!

10:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home