ágúst 29, 2004

HK Diner

Hér eru góð ráð ef þú ert að labba um Chinatown í einhverri stórborg og ert að leita af góðum kínverskum veitingastað:

Forðast ...
... tóm kínversk veitingahús.
... kínversk veitingahús full af vestrænum túristum.
... veitingahús sem eru með starfsmann út á götu til að lokka þig inn.
... veitingahús sem eru merkt sem Chinese, Thai, Japanese, Korean, Vietnamese, og svo framvegis. (líkur eru að viðkomandi eldhús ráði ekki við neitt af þessu).

Leitast eftir ...
... meirihluti viðskiptavina eru kínverskir.
... matseðill á kínversku og kannski á ensku.
... einföld innrétting og ekki mikið skraut.
... þjónar í bláum eða hvítum skyrtum með svört bindi.

Ég mæli með "Chinese Brocoli með engifer í RiceWine sósu".

Það er fátt betra en góð kínversk máltíð, nema þá kannski góð tælensk máltíð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home