ágúst 31, 2004

Leitin að hinum fullkomna Schnitzel.

"Kannski fáum við okkur Schnitzel í Trier á leiðinni til Luxembourg."

Það er nú stundum þannig að ef girnileg hugmynd er látin hljóma, þá er mjög erfitt að halda henni í skefjum. Og það var ekkert "kannski" lengur í dæminu, við urðum að fá okkur þennan Schnitzel. Ég var búinn að heyra ótal sögur: kjötið var meirt og yndislegt og deigið krispi og bragðgott.

Ég veit ekki með ykkur, en Schnitzel eru mjög áberandi í mínum æskuminningum. Ég veit ekki hversu oft ég hef lýst því slefandi fyrir vinum og vandamönnum hvernig ég borðaði besta Schnitzel í heimi í Austurríki fyrir tuttugu og fimm árum. Risastykki sem lafaði útaf disknum og með freshly squezzed sítrónu og frönskum var ekkert fullkomnara ... nema kannski Sacher tertan sem ég fékk í næsta bæ ... guð mín góð ... don´t get me started ...

Allaveganna ... Schnitzel ... æskuminningar ... óeðlileg nostalgía og svo framvegis. Og þegar manni er endurtekið sagt frá besta Schnitzel á Mosel svæðinu rétt við elstu borg norðan Alpa ... heldur þú virkilega að ég taki mark á einhverju "kannski" ... ég tek fram að ég er 34 og ekki 4 ára ... og hef þarafleiðand fullan rétt á því að missa stjórn á kenndum mínum ... eða bíddu var þetta öfugt ...

Við hringsóluðum í kringum Trier ... prófuðu ýmsar aðkomuleiðir ... og að lokum birtist the Schnitzel Place (heitir víst eitthvað allt annað). Það var samt eitthvað off í gangi ... miða við besta Schnitzel norðan Alpa var óvenjulega rólegt fyrir framan. Ég hoppa út einbeittur og labba svöl eins og Sidney Bristow yfir götuna ... en hvað haldið þið ... LOKAÐ Á MÁNUDÖGUM ... scheisse ...

Í staðinn fengum við okkur Gordon Blue í Luxembourg, velkominn til Fairy Tale Land.

1 Comments:

Blogger Fláráður said...

ómægowd hvað bloggfærslunar hrannast upp hjá þér drengur.

Ég hló mest: ó mín guð.
Ég setti upp skringilegan svip: Líka svöl á McDonalds.

Ekki það að ég trúi ekki á svalheiti starfsmanna McDonalds í London, heldur hitt - Hvað var Hjálmar að gera á McDonalds?

9:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home