september 03, 2004

Mission:Plötubúð

Við tókum vitlausa beygju og eftir smá spotta vorum við kominn til Trier. Og hvað gera Íslendingar í Trier? Skoða rómverskar mynjar og aðrar sögulegar leifar ... Neee ... enga vitleysu. Í Trier er verslað ... punktur.

Ég hafði smá áhyggjur. Fyrir ári hafði ég heimsótt Trier og fann enga almennilega plötuverslun. Það er ekki nóga gott. Ég er þannig gerður að mér líður ekki vel í borg fyrren ég er búinn að finna almennilega plötubúð. Það bara verður að vera. Mér var frekar órótt fyrstu vikurnar sem ég bjó í Miami til dæmis ... og loksins fann ég eina slíka og eftir nokkra mánuði var kallað "Hi Norm" þegar ég kom í heimsókn ... æi ... þetta er bara svo notalegt ... ég fæ að rækta Monicuna i mér þegar ég er staddur í plötuverslun. Ég get lagað til, skipt mér af og öðru hverju er ég beðinn um aðstoð af öðrum viðskiptavinum (mér hefur verið tjáð að það gerist vegna þess að ég er yfirleitt með fullt fangið af diskum ... mmm).

Allaveganna ... Trier ... plötubúð ... það gat bara ekki annað verið ... þetta var háskólaborg. Sko ég fann nokkrar búðir sem seldu diska og ég gat alltaf fundið eitthvað ... sérstaklega þýska schlagera diska og euroteknólöðurfríkípopp (fordómar?) ... en mér leið alltaf eins og að ég væri að skoða diska í Hagkaup ... magaverkir ... mér er bumbullt ... fyrir utan það ... það var enginn annar að skoða diska.

Þetta leitt ekki vel út ... klukkan var að verða sex og ég var farinn að hafa áhyggjur. Mér líkaði annars vel við þessa borg, nóg af bókabúðum og góður Schnitzel. En hjúkk ... það tókst ... falinn á efstu hæð risa department store hýsis (Hagkaup ... hvað) fann ég risa plötubúð ... AAhh ... Fullt af fólki ... troðfullur rekkar ... starfsfólk sem þóttist vera of hypp til að sinna viðskiptavinum og masaði í staðinn stanslaust sín á milli ... oh ... enn heimilislegt ... ég labbaði um, strauk nokkra diska, lagaði nokkra rekka og tékkaði hvort að nokkrir lykil artistar væru ekki til ...

Mmm ... hvað mér var létt ... loksinns gat ég andað ... ég labbaði sáttur og alsæll aftur niður og þegar ég var kominn aftur niðurá götu ... Scheisse ... ég keypti enga diska.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home