Þrumur og eldingar
Ég sit hér við tölvu mína á miðvikudagskvöldi í litla Ehnen, Luxembourg og það eru þrumur og eldingar úti. Ég get talið á annarri hendi skiptin sem ég hef heyrt í þrumum á Íslandi ... þetta minnir mig á þegar ég var 8 ára og ég upplifði mitt fyrsta þrumuveður hér í Luxembourg ... Guð mín góð ... ég var skítthræddur. Ef slíkt gerist á klakanum, þá er maður svo sannarlega hissa og forvitinn ... en það gerist yfirleitt ekki mikið ... kannski einn og einn þruma ... svona eins og smá prump og svo er það búið ... Hér á meginlandinu heldur þetta endalaust áfram ... (prumplíkingum líkur hér með) ... og það er magnað ... það rignir endalaust ... endalaust ... og ólíkt því sem maður þekkir heima, þar fylgir yfirleitt svo mikið rok, að maður heyrir varla í regndropanum ... enn stöku sinnum fáum við svokallaða útlenska rigningu heima ... ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta voða notalegt ... ég er ekki lengur hræddur.
1 Comments:
notalegt.
Skrifa ummæli
<< Home