október 20, 2004

The Confessions of a Fast Food Junkie

Já ... ég veit að ykkur verður brugðið, en ég verð að segja ykkur þetta:

"Ég er Fast Food Junkie".

Réttara sagt McDonalds Junkie ... úff ... þá er ég búinn að segja það.

Ronald McDonald hefur fylgt mér næstum því alla mina ævi ... Ég á myndir af mér að halda upp á 11 ára afmæli mitt í Ronnie´s Boat World á einum af mínum uppáhalds McDonalds stöðum í Hong Kong ... úff ... ég og vinir mínir voru bara kampakátir ... brosandi og troðandi stökkbreyttum kartöflulikum upp í okkur og skolaðu niður með helling af kóki ... þá reyndar voru oversize me stærðirnar ekki komnar ...

nammi namm ... Þegar ég var krakki þá fannst mér þetta gott ... helvíti gott. Uppáhaldið mitt þegar ég var unglingur í HK voru tveir Egg McMuffin, skammtur af frönskum og mjólk ... prótein veisla ... ég var á góðri leið að supersiza sjálfan mig.

Síðan fluttum við til Íslands og þar var ekki að finna neitt McDonalds ... bara Tommi að líða undir lok ... það dugði mér bara að overdósa þegar ég var í útlöndum ...

flash forward ... árið 1992 og Faðir Davíð er að smjatta á fyrsta Big Macnum á Íslandi ... scheisse ... og vitlausan tók við sér á ný ... en málið var að þegar leið á ... þá fór mér að finnast þetta vont ... bragðlaust, ofsaltað, feitt, plastað ... eða eitthvað svoleiðis ...

This is where it gets interesting ...

Samt hélt ég áfram að fá mér Big Mac öðru hverju ... á tímum svolítið meira en öðru hverju ... og í hvert skipti ... var ég "Damn ... þetta var vont, af hverju var ég að þessu." Ég var mjög feginn þegar dílarinn minn hætti rekstri á Austurstræti og færði sig i úthverfin ... stöku sinnum kemur það fyrir að ég komi við upp í Kringlu og á leiðinni á Boozt-barinn kaupi ég einn Big Mac ... "Damn ... ekki aftur ..."

En þegar ég var í London um daginn tókst mér að beita Ronnie einhverjum brögðum ... Á Oxford Street til dæmis er það mikið af McDonalds að maður telur yfirleitt 3 McDonalds staði áður en maður finnur næsta McDonalds ... það er ekki lengur hægt að nota þá sem viðmið þegar maður vill muna úr hvaða átt maður kom ... þeir eru alls staðar ... en mér tókst það og ég er búinn að vera Big Mac frjáls í 66 daga ... jíbeeee ... núna er það bara að losa mig við the EVIL BLACK SUGAR VODOO FLUID ... þ.e. kók. "My precious ... all mine ... my precious ... all mine!"

http://www.mcspotlight.org/

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home