október 18, 2004

"Mark Eitzel er snillingur!"

"Mark hver ...?"

"Mark Eitzel ... söngvari American Music Club frá San Francisco ..."

"American Music ... var það ekki lag með lag með Violent Femmes?"

... og svona heldur þetta yfirleitt áfram í dágóða stund. AMC er band sem hefur oftar en aðrar sveitir verið lýst sem "criminally overlooked" og einhverra hluta vegna aldrei fengið uppreisn æru.

En ... af því að "allir" eru búnir að bíða spenntir ... þá eru þeir komnir saman aftur eftir tíu ára hlé og voru að gefa út snilldarplötu: "Love Songs for Patriots"... ég endurtek Snilldarplata! Ég verð reyndar að viðurkenna að þegar ég setti hana fyrst á ... þá fannst mér hún bara fín ... en núna ... snilld ... með betri plötum þeirra og pottþétt margfalt betri en síðasta platan.

"En Hjálmar, ... af hverju ertu svona æstur?"

Sko ... ég fékk loksins að sjá bandið live ... ó mæ god ... Berlín 9. október ... jebb, ég var aftur orðinn 19 ára ... gæsahúð og læti. Vudi gítarleikari var mættur fyrstur á svið ... í iðnaðarsamfestingi með málninga slettum og alles ... og risa stórt höfuðfat ... svalur að vanda. Síðan kom restin af bandinu á sviðið. Crowdið var ekki stórt ... en það var greinilegt að meðal þeirra voru æstir aðdáendur ... það var engin að þykjast vera svalur og kjaftandi þegar þeir voru að koma sér fyrir á sviðinu ... það var bara þögn. Mark hafði einhverra hluta vegna 5 gítara til að stilla, en þegar hann lauk því þá mjakaði bandið sér af stað með honum í hinu yndislega lagi ... "Why wont you stay?" af Everclear meistarstykki þeirra fra 1991 ... já ég veit ég er nörd ...

Mark var í góðu skapi þegar þeir byrjuðu ... en því miður fór tæknin að stríða honum þegar leið á settið og að auki var einn aðdáendi að bögga hann bigtime með ákafum fagnaðarlátum ... Þannig er Mark ... viðkvæmt helvíti. Samt sem áður söng hann eins og engill. Þeir spiluðu nýtt og gamallt í bland. Það var geggjað að heyra bandið storma í gegnum snilldarlög eins og Johnny Mathis´Feet, Home, Firefly, If I had a Hammer ... AMC í toppgír ... tonn af drama ... slatta af kaldhæðni ... fullkominn keyrsla og Mark kreysti úr sér allt sem hann hafði ... Magic ... yndislegt ... Það er ótrúlegt hvernig þetta band getur í rólegheitum hvíslað einhver sorgarkvæði ... síðan er allt látið vaða ... bassi og trommur á fullu ... Vudi vælir ... og stundum heldur maður að Mark eigi eftir að brotna niður ... lögin eru það einlæg ...

Nýja stuffið naut sín virkilega ... til dæmis er lagið Patriot´s Heart með því betra sem ég hef heyrt lengi ... geggjað á disknum ... out there á sviði ... En þegar leið á tónleikana var Mark kominn í fýlu ... bandið var ennþá í góðum fíling en greinilega farinn að hafa áhyggjur. Samt söng hann eins og engill, en var farinn að urra ... Þannig að eftir að Sick of Food fékk að flæða yfir okkur fullt af sorg og vonleysi ... þakkaði hann fyrir sig og rauk af sviðinu ... Neeeei ... var þetta búið ... það var klappað og klappað og skyndilega birtist hann aftur og án þess að segja orð söng hann með brotið hjarta eitt af rólegri lögum nýju plöturnar ... Myopic Books ... ótrúlega ljúft ... Maður fór að gera sér vonir um að meira myndi fylgja ... en án þess að segja orð rauk hann aftur af sviðinu ...

Það var hrópað og klappað í 10 mínútur og ekkert gerðist. Bandið stóð hálfpartinn í óvissu líka ... en þetta var búið. 13 snilldarlög ... og ég vildi 30 í viðbót ... maður vill alltaf meira ... en í staðinn fyrir að vera sorrý, svekktur og sár ... var ég í skýjunum ... þetta gat ekki verið betra ...

2 Comments:

Blogger Gummi Erlings said...

Æ en gaman að sjá goðin aftur. Dauðöfunda þig. Varstu annars búinn að frétta að slint eru að byrja saman aftur?

11:30 e.h.  
Blogger Fláráður said...

Mark Eitzel - er það ekki gæinn sem var bróðir einhvers í New Kids On The Block og auglýsti Calvin Klein nærjur?

Neeeei, en samt, það væri skondið að sjá Mark Eitzel auglýsa CK nærjur.

10:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home