maí 31, 2005

Jæja George Lucas, er þessu lokið?

Þegar fyrsta Star Wars myndin (þ.e. númer 4) kom í bíó var ég sjö ára gamall. Nú er ég að verða þrjátíu og fimm ára. Þegar ég var sjö ára var Star Wars mjög skemmtilegt ... vúúaaaa ... ég átti helling af dóti og gat ekki beðið eftir næstu mynd. Og eins og fyrir mjög marga, þá eru þessar myndir ástæðan fyrir því að ég hef mjög schizo bíósmekk, þ.e.a.s. ég hef mjög gaman að mjöög lélegum sci-fi myndum og sjónvarpsþáttum. mmm .... takk Goggi.

Um daginn ákvað ég að drífa mig á þessa "síðustu" (þ.e. númer 3) (skrásett vörumerki) Star Wars mynd. Og ... já hún er mjög flott og allt það, mikið að gerast, flækjur leystar og svo framvegis ... en vitið þið hvað ... mér leiddist og eina sem ég gat hugsað á meðan á þessu ósköpum stóð ... "Jæja þá fer þessu loksins að ljúka" og ég labbaði ekki glaður útúr bíó heldur feginn.

Það versta er ... ef ég þekki mig rétt, þá á ég örrugglega eftir að horfa á hana aftur.

maí 19, 2005

Nú er ég nú aldeilis hissa!

... við komumst ekki áfram í Eurovision ... well ... hvað getur maður nú sagt ... án þess að kaldhæðnin skíni í gegn ... við sem erum svo dugleg, klár og sniðug ... tja ... þetta er erfitt líf ... við erum nefnilega búinn að vera ... næstum því ... mjög líkleg ... mjög vinsæl ... meðal blaðamanna ... í 18 skipti ... og þegar þetta hefst ekki hjá okkur ... þá erum við alltaf jafn hissa ... ég er með tillögu ... við ættum að leggja til að haldin verði fyllerís vinsælda karoeke keppni þar sem blaðamenn kjósi uppáhalds lagið ... þá vinnum við þetta pottþétt ... er það ekki? ... ég yrði allaveganna mjög hissa ef ekki ... eða bíddu nú við ... i´m confused ... ef bara ...

maí 12, 2005

Andfættlingar rúla!

ARCHITECTURE IN HELSINKI frá Melbourne Ástralíu eru yndislega æðislega gleðilega skemmtileg. Hoppandi, Skoppanndi og auðvitað ... syngjandi! mæli með þeim með sól í hjarta ... já það er sól úti ... klukkan átta að morgni er steikjandi sól ... já ... ég skrifa frá Íslandi ... það verður örrugglega rok og læti eftir hádegi ...

en andfættlingar já ... það er búinn að vera yndisleg nostalgía í gangi hjá mér undanfarið ár ... er búinn að vera rifja upp og rífa upp yndislegt gamall stuff frá Ástralíu ... þegar ég var í London fann ég safndiska með TRIFFIDS og CHURCH. Triffids er alveg yndisleg hljómsveit ... dramatík og tregi ... halló ... hvað meira þarf maður ... því miður hætti sú sveit eitthvað upp úr 1990 eftir að hafa gefið nokkar snilldarplötur ... söngvarinn gaf líka út fína sólóplötu 1998 minnir mig ... en dó síðan í bílslysi 1998 ... mjög sorglegt ... einhverjir eru víst í Bad Seeds hjá Uber-Andfættlingnum Nick Cave ...

... síðan var það CHURCh sem ég hlustaði mikið á þegar ég yngri ... en í dag er það í raun bara eitt lag sem lifir ennþá í mínu hjarta og það UNDER THE MILKY WAY ... sem fékk að hljóma í þeirri yndislegu DONNIE DARKO ... síðan kynnti Konni vinur minn mér fyrir THE LUCKSMITHS ... mjög fínt jingle jangle gítar popp ... og var Þórður snilli að lána mér Machine Translations ... spennandi ...

en það má ekki gleyma Nýsjálendingum ... því ég fékk lánaða bunch af stuffi með GO-BETWEENS og gamla góða 16 Lovers Lane hljómar enn yndislega ... en síðan fór ég að grafa ennþá meira í gamla safninu mínu og fann þar 2 diska sem ég hélt mikið upp fyrir 10 árum eða svo ... með 3Ds frá Nýja sjálandi ... uppgöttvaði þá af algjörri tilviljun þegar ég bjó í Miami ... skítugt og hrátt gítar popppunk ... öskrandi HELLZAPOPPIN ... virkaði vel í strætó í morgun ...

allaveganna ... þetta var skemmtileg nostalgía ... best að skrifa ritgerð ...

knús ... hellmer.