Loksins orðið raunverulegt ... lentur í Sarajevó
Það er merkilegt hvenær hlutir verða raunverulegir. Ferðalagið til Sarajevo hófst þegar ég fékk símtalið um að ég hafi fengið starfið, en ég var ekkert að fatta þetta strax. Mánuði seinna var ég búinn að losa íbúðina mína og flytja frá Akureyri, það dugði ekki til. nokkrum vikum eftir það fékk ég sendan pakka frá Amazon með bókum um Bosníu og Balkanskagan sem ég hafði pantað. Það dugði ekki til að gera þetta almennileg raunverulegt heldur. Stuttu eftir það fékk ég símtal frá væntanlegum samstarfskonum mínum í Sarajevo, ... það náði lengra ... en dugði ekki samt.
þetta varð í raun ekki raunverulegt fyrren í gær þegar ég sat við hliðið á Heathrow-vell að bíða eftir vélinni til Belgrad. Þar í kring um heyrði ég fólk tala mál sem að ég ályktaði að væri serbneska. ég var eitthvað feiminn og ákvað að tylla mér þar sem fáir sátu. ég opnaði tímarit og hóf að lesa á meðan ég fylgdist í rólegheitum með fólkinu sem var að koma sér fyrir í salnum. skyndilega var ég umvafinn heilum hóp af fólk sem kinkaði kurteislega kolli til mín og plantaði sér í kring um mig. Þau töluðu mikið á milli sín og ég skildi ekki orð, það eina sem ég heyrði og skildi, var Skopje og ég ályktaði útfrá því að þau væri á leiðinni þangað.
Þarna var þetta raunverulegt, ég var umvafinn fólki sem var frá því svæði sem ég var á leiðinni á og ég skildi ekki orð og hafði aðeins yfirborðskennda þekkingu á sögu og menningu þess. Vá ... hvað var ég búinn að koma mér utí? Annað vá ... þetta er orðið raunverulegt.
Á leiðinni frá flugvellinum fékk ég að sjá það fyrsta af þeirri borg sem verður heimili mitt næsta árið og það var þokkaleg sjón. Þéttur dalur fullur af byggð af hinum og þessum tímabilum. Gamlar byggingar og fornar, nýlegar og splúnkunýjar, en einnig mjög margar sem eru enn að jafna sig á sárum síðustu áratuga. Rétt áður en við komum að hótelinu mínu keyrðum við framhjá gamla bænum, lítið þorp með fullt af sögu.
Nú er ég búinn að vera hér í einn sólarhring, að mestu leiti verið sofandi inná hótelherbergi. fékk mér að borða á litillri matstofu í gamla hlutanum og þrátt fyrir að vita ekki hvað ég var að panta, fór það ekki illa. og núna rétt áður en ég kláraði að pósta þessa færslu heyrði ég bænasöng óma í bland við rigningu. já ... nýtt ævintýri er hafið.
þetta varð í raun ekki raunverulegt fyrren í gær þegar ég sat við hliðið á Heathrow-vell að bíða eftir vélinni til Belgrad. Þar í kring um heyrði ég fólk tala mál sem að ég ályktaði að væri serbneska. ég var eitthvað feiminn og ákvað að tylla mér þar sem fáir sátu. ég opnaði tímarit og hóf að lesa á meðan ég fylgdist í rólegheitum með fólkinu sem var að koma sér fyrir í salnum. skyndilega var ég umvafinn heilum hóp af fólk sem kinkaði kurteislega kolli til mín og plantaði sér í kring um mig. Þau töluðu mikið á milli sín og ég skildi ekki orð, það eina sem ég heyrði og skildi, var Skopje og ég ályktaði útfrá því að þau væri á leiðinni þangað.
Þarna var þetta raunverulegt, ég var umvafinn fólki sem var frá því svæði sem ég var á leiðinni á og ég skildi ekki orð og hafði aðeins yfirborðskennda þekkingu á sögu og menningu þess. Vá ... hvað var ég búinn að koma mér utí? Annað vá ... þetta er orðið raunverulegt.
Á leiðinni frá flugvellinum fékk ég að sjá það fyrsta af þeirri borg sem verður heimili mitt næsta árið og það var þokkaleg sjón. Þéttur dalur fullur af byggð af hinum og þessum tímabilum. Gamlar byggingar og fornar, nýlegar og splúnkunýjar, en einnig mjög margar sem eru enn að jafna sig á sárum síðustu áratuga. Rétt áður en við komum að hótelinu mínu keyrðum við framhjá gamla bænum, lítið þorp með fullt af sögu.
Nú er ég búinn að vera hér í einn sólarhring, að mestu leiti verið sofandi inná hótelherbergi. fékk mér að borða á litillri matstofu í gamla hlutanum og þrátt fyrir að vita ekki hvað ég var að panta, fór það ekki illa. og núna rétt áður en ég kláraði að pósta þessa færslu heyrði ég bænasöng óma í bland við rigningu. já ... nýtt ævintýri er hafið.
1 Comments:
hæ sæti,
gott að vita að allt er gott og spennandi ;)
Hlakka til að heyra allt um ævintýrinn í komandi bloggfærslum.
Skotta
Skrifa ummæli
<< Home