maí 11, 2007

Hvar eru bringuhárin?



það er gaman að heyra hvað fólk er duglegt að finna verkefni fyrir aðra. í gærkvöldi stakk simmi eurovision-kommentar upp á því í beinni útsendingu á forfallkeppni vestur-og austur eurovision að næsta verkefni karlahóps femínistafélagsins væri að finna skýringu á og að uppræta hlutgerfingu á karlmönnum í poppbransafestum eins og eurovision, og hann spurði „hvar eru bringuhárin?“ (ég vona að ég sé að fara með rétt mál hér, því ég var kannski búinn að drekka of mikið af jurta ístei).

já ... hvað varð um bringuhárin? ... þegar stórt er spurt. ég verð að viðurkenna að það er margt sem ég á erfitt með að skilja og útskýra og hvað varð um bringuhárin á ungum karlmönnum. kannski var þetta afleiðing tjernobíl eða rakvélar fyrir karlmenn urðu ódýrari eða kannski er skyringin sú að sumum finnst svarið við hlutgerfingu kvenna vera hlutgerfingu karla og að karlmenn eigi að líta út svona og svona út, með sixpack, stinnan rass, massa vöðva, flotta höku og svo framvegis. því með því verði fullkomnu jafnrétti náð, þ.e. við förum jafn illa með bæði kynin.

svo er spurning hvort að sýnishornið hér að ofan sé einmitt hið fullkomna dæmi um fullkomið testerone mannfjall, þakið í leðri og pungsvita. er eiríkur með öll sín bringuhár? en af hverju er hann með sítt hár, er það ekki svolítið svona kv...?

æi ... ég veit ekki. það er svo margt sem ég skil ekki. enda er ég bara femínisti, sem bíður spenntur eftir næsta verkefni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home