maí 08, 2007

Útkeyrður



já ... ég var útkeyrður síðustu helgi. ég var nefnilega að flytja á milli landshluta. og leigði til þess sendiferðabíl. nei ... ég var ekki á þessum hér á myndinni, en mér leið svolítið þannig á mánudaginn ... eitthvað off og ekki alveg fully functional. sumir vinir mínir voru svolítið hræddir við þá tilhugsun að ég væri að keyra trukk úti á landi. ekki mín vegna, heldur vegna annarra bílstjóra og hluta sem gætu orðið fyrir mér. en ég lifði þetta af og líka hann kæri vinur minn hann gummi sem lagði það á sig að þvælast með mér 12 tíma fram og til baka. en hann var helvíti flottur meðferðalangur og deejay. svo fengum við okkur brynjuís þegar við vorum búnir að fleygja öllu draslinu mínu inn ... djöfull á maður mikið drasl. og svo brunuðum við aftur suður. gerðum þau mistök að fá okkur að borða á essostöðunni (N1 breytingin) á blönduósi ... ekki vont ... og alls ekki gott ... við prumpuðum bara alla leiðina heim.

það var síðan órulegur léttir að vera kominn suður og skila trukknum af okkur ... en það sem ég fattaði ekki og munaði litlu að ég keyrði á staur ... að eftir að hafa keyrt ekkisvolipran vw sendibíl í 12 tíma ... þá var ég svolítið léttari þegar ég steig upp í námsmannajeppan ... vúúúúmmmm ... en guðsélof var ekki staur að þvælast fyrir okkur og ekkert fólk heldur ... hvað meinið þið að sköllóttir menn með gleraugu séu hættlegir í umferðinni ... hehe ... svo eftir fimm tíma svefn flaug ég norður ... og var svolítið í móki ... af því að ég mann ekkert eftir að hafa tékkað mig inn ... ránkaði bara við mér ofaní einhverri hangikjets samloku.

vó ... ég er officillay fluttur norður ... þar sem allir tala skýrari og betri íslensku en ég ... meiri segja 3 ára krakkar ... mér finnst eins og allir séu að kveða.

mmm ... mig langar allt í einu í kókk í baukkk!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

til lukku með flutninga, hjálmar kæri. sendi þér samfagnaðarstrauma héðan úr edinborginni.

sí.

6:33 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home