júní 22, 2006

NEI Workshop!



NEI WORKSHOP
Þriðjudagskvöld 27. júní 2006
Kl. 19:00 til 22:00
Hitt Húsið kjallara (gengið inn Austurstrætis megin)

Karlahópur og ungliðahópur Femínistafélagsins verða með Workshop 27. júní
til þess að undirbúa næsta átak: "KARLMENN SEGJA NEI VIÐ NAUÐGUNUM".

Workshopið er haldið í þeim tilgangi að hugstorma um hvernig hægt er að þróa
átakið lengra og betur. Vonast er til þess að nýjar hugmyndir kvikni um
framkvæmd, aðferðir og framsetningu. Skipt verður upp í hópa eftir þemum
þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og áhugasvið.

Einnig er þetta hugsað sem vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á að leggja
þessu átaki lið til þess að kynna sér vinnuna og jafnvel taka þátt í
næsta átaki.

Allir eru velkomnir.

hlökkum til að sjá sem flesta.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ sæti... afsakið ég náði ekki að pota þér inní prógrammið, bara næst.. þú þekkir þetta, en ég hugsaði fullt til þín, fannstu fyrir því? ;)

well gull, vona allt sé gott og gleðilegt.... góðar stundir.... halldóran

11:42 f.h.  
Blogger Hugrún said...

æ... þú varst svo sætur í sjónvaprinu... flott vital!

10:53 f.h.  
Blogger a.tinstar said...

vá hvað þér gengur vel að blogga um san francisco upplifunina. það er ekkert smá sem þeir eru hrifnir fa nei workshopinu þínu, siskarnir

2:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home