maí 21, 2006

plötufixx3



jens lekman - oh you´re so silent jens

skandinavarnir eru alveg að standa sig í indie melancholiunni. þessi svíi er búinn að gefa út nokkrar plötur og í jan kom þessi út. og er algjört yndi. hehe indie-yndi. ljúfur, sætur, kaldhæðin, hnitinn og svo framvegis. minnir stundum á jonathan richman, stundum á rufus wainwright, en er samt ekkert líkur þeim. lögin eru öll mjög skemmtileg og lúmsk. við fyrstu hlustun eru þau ekkert sérstaklega að grípa mann, en svo gerist eitthvað. miklu meiri vídd og breidd en landi hans hann jose gonzales. svo er mjög skemmtilegt innskot í einu lagi, frá beat happening goðinu honum calvin johnson, pocketful of money. birtist eins og dimmraddaður skratti úr sauðana læk.

mæli eindregið með þessari ... uppáhaldslagið er F-word.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home