Óþolandi lið ...
Ég hef lengi vel alltaf gert grín af þessu liði sem er að steggja vini sína ... í gegnum árin hef ég lent ósjaldan í því þegar ég hef verið á vakt á laugaveginum á laugardögum (það eru næstum því flestir laugardagar síðan verslunarmannahelgi 2000)... að það komi eitthvað lið að steggja eða gæsa vini sína ... oft á tíðum er búið að biðja okkur fyrirfram að taka þátt í einhverjum grikk ... sem í flestum tilvikum snýst um að gera sem mest lítið úr viðkomandi stegg eða gæs ... því skömmustulegra því betra ...
nokkur dæmi: syngja í singstar ... að dansa upp á afgreiðsluborði ... syngja í miðri búð íklætt einhverju stereótýpisku niðrandi outfitti ... og svo framvegis ...
alveg óþolandi ... ! ... í flestum tilvikum er síðan einhver kjáni sem er að hvetja sem mest til vitleysunar og er að taka þetta upp á videó ... ótrúlegt hvað fólk tekur upp á fyrir svona vitleysu ... ! og þá til að gera sem minnst úr vinum sínum sem er að fara að gifta sig ............ aldrei myndi ég taka þátt í svona vitleysu ...!!!
nema ... síðustu helgi vorum við strákarnir að steggja hann þórð vin okkar ... og þemað var að breyta honum í einhverja stereótýpu (sólbrúnan vöðvastæltan hnakka) ... og láta hann gera sér að eins miklu fífli og hægt var ... okkur til skemmtunar ...
og hver haldið þið að hafi verið fíflið með videóvélina ... tja ... auðvitað kjánin ég.
ergo sum: alltaf gaman að vera með háværar yfirlýsingar sem maður þarf síðan að éta ofan í sig.
3 Comments:
Málið er að þetta er aldrei fyndið nema þarna sé verið að pína einhvern sem ég þekki.
Eitt besta "stegg" sem ég hef séð var á hestamannamóti, þá var drengurinn látin skokka hringinn og fékk bæði einkunir fyrir stíl og hreyfinar.
...kannski er það ekki einu sinni fyndið nema maður sé alltaf á þessum hestamannamótum.
Elsku Hjálmar minn, ég svo innilega sammála þér og ánægður með þig þegar ég las þennan pistil þinn... þangað til þú játaðir breyskleika þinn og plebbaskap.
Ég hef sjálfur séð um bæði steggjapartíin mín (enda tvíkvæntur) og í bæði skiptin komst ég hjá allri niðurlægingu.
Kannski það sé trixið. Að plotta dæmið sjálfur.
En allavega, fólk var á einu máli um að mér hefði tekist að halda gott partí.
Eitt besta steggjapartý sem ég hef heyrt af eru félagar sem fóru út að borða á Borginni. Allir pöntuðu 3ggja rétta kvöldverð en steggurinn fékk 3x eina með öllu...
Gæsapartý okkar vinkvennanna eru hæfilega prúð og pen og leggjum við okkur aðallega fram um að koma brúðurinni á óvart með að það verði "gæsað". Svo hafa þemun tengst þeim sjálfum. Gengið milli húsa sem leigt var í, farið á gamla vinnustaði og "gædað" osfr.
Skrifa ummæli
<< Home