maí 10, 2007

0%



maður er nú aldeilis búinn að fá slatta skammt af smólitík undan farna daga og innihald skilaboðana eftir því, semsagt magn og lítil gæði, sykurskert og photoshopað ... og til þess að fá betri tilfinningu fyrir því hvernig staðan er fær maður að fylgjast með teiknimynda súlu skoppi sem á að sýna okkur hvaða fylgi flokkana er mikið eða ekki mikið fyrir og eftir hádegi. mér finnst að við ættum að taka „óbeislaða fegurð“ fegurðarkeppnina á ísafirði til fyrirmyndar og draga vinningshafan úr hatti. og sjá hvernig viðkomandi myndi plumma sig, þá væri meðal annars hægt að koma í veg fyrir kosningamarkaðsherferða overload. og þeir sem standa sig í öllum málaflokkum fá að vera með næst.... bíddu við ... það er einhver önnur vinsældakeppni sem hefur svipaðar reglur.

í vikunni tók ég þátt í kosningastaðsetninga-prófi á bifrost.is, þar svaraði maður nokkrum svoldið einföldum spurningum, það vantaði reyndar jafnréttisspurningu, en ég merkti samviskusamlega við og fékk síðan að komast að því hvaða flokki ég ætti hvað mest samleið með og viti konur ... það er vg, semsagt 75% ... og annað ekki surpræs, ég á 0% samleið með Sjálfstæðisflokknum ... sorrý afi ... ég get bara ekki breytt því sem því sem ég er ... þ.e. ekki ... sjálfstæðismaður.

og þrátt fyrir bitra reynslu öll þau ár sem ég hef haft kosningarétt með sjálfstæðisflokkinn sem sigurvegara, þá er ég ávallt einþykk utópísk draumórakona sem er sannfærður um að eftir laugardaginn verði ný ríkisstjórn og vinnustaðurinn minn verði að mikilvægustu stofnun landsins ... (bara pinkupons draumóra) ... semsagt tóm hamingja og ekkert kjaftæði ... en verst hvað við þurfum að hlusta á mikið kjaftæði þangað til og kannski eftir ... já heimur varla skánandi fer.

semsagt 0% og ekki orð um það meir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home