Skil ekki!
Það er svo margt sem ég skil ekki!! og það er vægt til orðana tekið.
og til að sýna fram á það nefni ég nokkur nýleg dæmi sem ég skil engan veginn:
Hvernig getur ríkisstjórn haldið meirihluta sinum með rétt rúmlega 48% ?
Hvernig getur það staðist að árið 2007 er engin kona með þingsæti í einu 9 þingmanna kjördæmi á Íslandi?
Af hverju eru bara 20 konur á þingi og 43 karlmenn?
Hvernig getur flokkur sem er ekki með þingmenn í öllum kjördæmum haft möguleika á því að komast í ríkistjórn?
Hvernig getur flokkur komist í ríkistjórn þegar formaður þess kemst ekki á þing?
Af hverju eru sumir flokkar með enga konu á þingi?
Af hverju trúir fólk því að ekki sé hægt að treysta vinstri flokkum fyrir efnahagsstjórn landsins?
Af hverju trúir stór hluti þjóðarinnar að sá flokkur sem getur leyst úr þeim vandamálum sem blasa við okkur í dag sé sami flokkurinn sem er búinn að hafa 16 ár í stjórn til að búa þau til?
Hverjum datt í hug að það væri góð hugmynd að láta Sjálfstæðisflokkinn fá Heilbrigðisráðuuneytið?
Svarið við þessum spurningum og fleirum er:
&$$(&%$#%##%&$$$$!!!!!!!!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home