Í rauðum sokkum ...
Þegar ég kaus í fyrsta skiptið í alþingiskosningum bjó ég ennþá í Garðabænum. Árið var 1991 og það var bara eitt ár liðið frá því að ég útskrifaðist sem stúdent úr FG. Þannig að ég þekkti ennþá slatta af Garðbæingum. Á leiðinni heim frá kjörstaðnum ákvað ég og vinur minn að labba í gegnum skrifstofu Sjálfsæðisflokksins. Ég vissi að ég þekkti slatta af liði þarna inni og með því að labba þarna í gegn gat ég líka stytt mér leið heim ... semsagt hápólitísk ákvörðun. Við vorum varla komnir inn þá réðust á mig 3 gamlir kunningjar úr nemendapolítíkinni í FG, allt mjög öflugir ungir sjálfstæðismenn á þessum tíma. og fyrsta sem þeir sögðu við mig, mjög ákafir og áhyggjufullir: „HJÁLMAR!! ... ekki kaust þú GRÆNINGJAFLOKKINN!“
Málið var að í þessum kosningum buðu fram í fyrsta og eina skiptið græningjaflokkur (líklega af skandinavískri og þýskri fyrirmynd). Mínum gömlu skólafélögum fannst þetta greinilega fáranlegasta og klikkaðsta framboð sem væri hægt að ímynda sér, því hneykslun og ráðleysi þeirra yfir þessu gátu þeir engan veginn dulið. og greinilega sá eini sem þeir þekktu sem var nóga fáranlegur og klikkaður til að styðja umhverfisvænan flokk (án þess að muna nákvæmlega hvernig stefniskrá þeirra hljómaði, hún hlýtur allavegana að hafa verið út í hött!!) ... var ég! :-). ,,Helvítis Kominn, Homminn og Lesbían.“
En ég gat hughreyst þá um það að ég hafi ekki kosið þann flokk. „Hjúkk!!“ sögðu þeir allir í kór og þar með rukku þeir aftur í burtu til að sinna áfram hápólitískri gagnaöflun. En ... þeir gleymdu að spyrja mig hvað ég hafi í raun kosið ... hehe ...
Ég kaus KVENNALISTAN! og þegar ég kom heim og fór úr skónum mínum, fattaði ég að ég hafi verið í Rauðum Sokkum!
Auðvitað! og eins og þá merkti ég X-V þessa kosningahelgi.
Gleðilega byltingu!
1 Comments:
Mikið er ég ánægð með bloggákafa þinn Hjálmar. Var komin með hundleið á að sjá alltaf sömu færsluna alltaf hreint :-)
Skrifa ummæli
<< Home