maí 25, 2007



maí 16, 2007

Comfort Food!



Þegar ég verð pirraður, eins og í færslunni hér fyrir neðan ... þá finnst mér gott að fá gott snakk ... og uppáhalds snakkið mitt í heiminum er á myndinni hér að ofan. jebb. kannski aðeins meira þegar ég var krakki í Hong Kong. en mér finnst þetta ennþá ógeðslega gott ... og pottþétt samsetning: ... ógeðslega dísætt sitrónu íste og þurrkaður chilli cuttlefish ... mmmmm .... nammi namm. reyndar hefur þetta ekki alltaf verið vinsælt hjá ættingjum mínum, sambýlisfólki, vinum og nágrönnum ... en þetta er samt nammi. og ég fékk mjög undarlegt look frá öðrum kúnnum í gamla Kryddkofanum á Hverfisgötunni, þegar ég hoppaði af gleði þegar ég fann þetta tvennt. og svo var það umhyggjusami búðareigandin í kínversku búðinni í Lúxembourg sem hafði miklar áhyggjur af mér þegar ég labbaði að kassanum með nokkra poka af þurrkaða chilli cuttlefiskinum ... „no no ... do you what it is ... not for you!!“

mmm ... nammi namm.

maí 15, 2007

Skil ekki!




Það er svo margt sem ég skil ekki!! og það er vægt til orðana tekið.

og til að sýna fram á það nefni ég nokkur nýleg dæmi sem ég skil engan veginn:


Hvernig getur ríkisstjórn haldið meirihluta sinum með rétt rúmlega 48% ?

Hvernig getur það staðist að árið 2007 er engin kona með þingsæti í einu 9 þingmanna kjördæmi á Íslandi?

Af hverju eru bara 20 konur á þingi og 43 karlmenn?

Hvernig getur flokkur sem er ekki með þingmenn í öllum kjördæmum haft möguleika á því að komast í ríkistjórn?

Hvernig getur flokkur komist í ríkistjórn þegar formaður þess kemst ekki á þing?

Af hverju eru sumir flokkar með enga konu á þingi?

Af hverju trúir fólk því að ekki sé hægt að treysta vinstri flokkum fyrir efnahagsstjórn landsins?

Af hverju trúir stór hluti þjóðarinnar að sá flokkur sem getur leyst úr þeim vandamálum sem blasa við okkur í dag sé sami flokkurinn sem er búinn að hafa 16 ár í stjórn til að búa þau til?

Hverjum datt í hug að það væri góð hugmynd að láta Sjálfstæðisflokkinn fá Heilbrigðisráðuuneytið?


Svarið við þessum spurningum og fleirum er:
&$$(&%$#%##%&$$$$!!!!!!!!!!!

maí 12, 2007

Í rauðum sokkum ...



Þegar ég kaus í fyrsta skiptið í alþingiskosningum bjó ég ennþá í Garðabænum. Árið var 1991 og það var bara eitt ár liðið frá því að ég útskrifaðist sem stúdent úr FG. Þannig að ég þekkti ennþá slatta af Garðbæingum. Á leiðinni heim frá kjörstaðnum ákvað ég og vinur minn að labba í gegnum skrifstofu Sjálfsæðisflokksins. Ég vissi að ég þekkti slatta af liði þarna inni og með því að labba þarna í gegn gat ég líka stytt mér leið heim ... semsagt hápólitísk ákvörðun. Við vorum varla komnir inn þá réðust á mig 3 gamlir kunningjar úr nemendapolítíkinni í FG, allt mjög öflugir ungir sjálfstæðismenn á þessum tíma. og fyrsta sem þeir sögðu við mig, mjög ákafir og áhyggjufullir: „HJÁLMAR!! ... ekki kaust þú GRÆNINGJAFLOKKINN!“

Málið var að í þessum kosningum buðu fram í fyrsta og eina skiptið græningjaflokkur (líklega af skandinavískri og þýskri fyrirmynd). Mínum gömlu skólafélögum fannst þetta greinilega fáranlegasta og klikkaðsta framboð sem væri hægt að ímynda sér, því hneykslun og ráðleysi þeirra yfir þessu gátu þeir engan veginn dulið. og greinilega sá eini sem þeir þekktu sem var nóga fáranlegur og klikkaður til að styðja umhverfisvænan flokk (án þess að muna nákvæmlega hvernig stefniskrá þeirra hljómaði, hún hlýtur allavegana að hafa verið út í hött!!) ... var ég! :-). ,,Helvítis Kominn, Homminn og Lesbían.“

En ég gat hughreyst þá um það að ég hafi ekki kosið þann flokk. „Hjúkk!!“ sögðu þeir allir í kór og þar með rukku þeir aftur í burtu til að sinna áfram hápólitískri gagnaöflun. En ... þeir gleymdu að spyrja mig hvað ég hafi í raun kosið ... hehe ...

Ég kaus KVENNALISTAN! og þegar ég kom heim og fór úr skónum mínum, fattaði ég að ég hafi verið í Rauðum Sokkum!

Auðvitað! og eins og þá merkti ég X-V þessa kosningahelgi.

Gleðilega byltingu!

maí 11, 2007

Hvar eru bringuhárin?



það er gaman að heyra hvað fólk er duglegt að finna verkefni fyrir aðra. í gærkvöldi stakk simmi eurovision-kommentar upp á því í beinni útsendingu á forfallkeppni vestur-og austur eurovision að næsta verkefni karlahóps femínistafélagsins væri að finna skýringu á og að uppræta hlutgerfingu á karlmönnum í poppbransafestum eins og eurovision, og hann spurði „hvar eru bringuhárin?“ (ég vona að ég sé að fara með rétt mál hér, því ég var kannski búinn að drekka of mikið af jurta ístei).

já ... hvað varð um bringuhárin? ... þegar stórt er spurt. ég verð að viðurkenna að það er margt sem ég á erfitt með að skilja og útskýra og hvað varð um bringuhárin á ungum karlmönnum. kannski var þetta afleiðing tjernobíl eða rakvélar fyrir karlmenn urðu ódýrari eða kannski er skyringin sú að sumum finnst svarið við hlutgerfingu kvenna vera hlutgerfingu karla og að karlmenn eigi að líta út svona og svona út, með sixpack, stinnan rass, massa vöðva, flotta höku og svo framvegis. því með því verði fullkomnu jafnrétti náð, þ.e. við förum jafn illa með bæði kynin.

svo er spurning hvort að sýnishornið hér að ofan sé einmitt hið fullkomna dæmi um fullkomið testerone mannfjall, þakið í leðri og pungsvita. er eiríkur með öll sín bringuhár? en af hverju er hann með sítt hár, er það ekki svolítið svona kv...?

æi ... ég veit ekki. það er svo margt sem ég skil ekki. enda er ég bara femínisti, sem bíður spenntur eftir næsta verkefni.

maí 10, 2007

0%



maður er nú aldeilis búinn að fá slatta skammt af smólitík undan farna daga og innihald skilaboðana eftir því, semsagt magn og lítil gæði, sykurskert og photoshopað ... og til þess að fá betri tilfinningu fyrir því hvernig staðan er fær maður að fylgjast með teiknimynda súlu skoppi sem á að sýna okkur hvaða fylgi flokkana er mikið eða ekki mikið fyrir og eftir hádegi. mér finnst að við ættum að taka „óbeislaða fegurð“ fegurðarkeppnina á ísafirði til fyrirmyndar og draga vinningshafan úr hatti. og sjá hvernig viðkomandi myndi plumma sig, þá væri meðal annars hægt að koma í veg fyrir kosningamarkaðsherferða overload. og þeir sem standa sig í öllum málaflokkum fá að vera með næst.... bíddu við ... það er einhver önnur vinsældakeppni sem hefur svipaðar reglur.

í vikunni tók ég þátt í kosningastaðsetninga-prófi á bifrost.is, þar svaraði maður nokkrum svoldið einföldum spurningum, það vantaði reyndar jafnréttisspurningu, en ég merkti samviskusamlega við og fékk síðan að komast að því hvaða flokki ég ætti hvað mest samleið með og viti konur ... það er vg, semsagt 75% ... og annað ekki surpræs, ég á 0% samleið með Sjálfstæðisflokknum ... sorrý afi ... ég get bara ekki breytt því sem því sem ég er ... þ.e. ekki ... sjálfstæðismaður.

og þrátt fyrir bitra reynslu öll þau ár sem ég hef haft kosningarétt með sjálfstæðisflokkinn sem sigurvegara, þá er ég ávallt einþykk utópísk draumórakona sem er sannfærður um að eftir laugardaginn verði ný ríkisstjórn og vinnustaðurinn minn verði að mikilvægustu stofnun landsins ... (bara pinkupons draumóra) ... semsagt tóm hamingja og ekkert kjaftæði ... en verst hvað við þurfum að hlusta á mikið kjaftæði þangað til og kannski eftir ... já heimur varla skánandi fer.

semsagt 0% og ekki orð um það meir.

maí 08, 2007

Útkeyrður



já ... ég var útkeyrður síðustu helgi. ég var nefnilega að flytja á milli landshluta. og leigði til þess sendiferðabíl. nei ... ég var ekki á þessum hér á myndinni, en mér leið svolítið þannig á mánudaginn ... eitthvað off og ekki alveg fully functional. sumir vinir mínir voru svolítið hræddir við þá tilhugsun að ég væri að keyra trukk úti á landi. ekki mín vegna, heldur vegna annarra bílstjóra og hluta sem gætu orðið fyrir mér. en ég lifði þetta af og líka hann kæri vinur minn hann gummi sem lagði það á sig að þvælast með mér 12 tíma fram og til baka. en hann var helvíti flottur meðferðalangur og deejay. svo fengum við okkur brynjuís þegar við vorum búnir að fleygja öllu draslinu mínu inn ... djöfull á maður mikið drasl. og svo brunuðum við aftur suður. gerðum þau mistök að fá okkur að borða á essostöðunni (N1 breytingin) á blönduósi ... ekki vont ... og alls ekki gott ... við prumpuðum bara alla leiðina heim.

það var síðan órulegur léttir að vera kominn suður og skila trukknum af okkur ... en það sem ég fattaði ekki og munaði litlu að ég keyrði á staur ... að eftir að hafa keyrt ekkisvolipran vw sendibíl í 12 tíma ... þá var ég svolítið léttari þegar ég steig upp í námsmannajeppan ... vúúúúmmmm ... en guðsélof var ekki staur að þvælast fyrir okkur og ekkert fólk heldur ... hvað meinið þið að sköllóttir menn með gleraugu séu hættlegir í umferðinni ... hehe ... svo eftir fimm tíma svefn flaug ég norður ... og var svolítið í móki ... af því að ég mann ekkert eftir að hafa tékkað mig inn ... ránkaði bara við mér ofaní einhverri hangikjets samloku.

vó ... ég er officillay fluttur norður ... þar sem allir tala skýrari og betri íslensku en ég ... meiri segja 3 ára krakkar ... mér finnst eins og allir séu að kveða.

mmm ... mig langar allt í einu í kókk í baukkk!