gott kex
jæja loksins fann ég þjóð sem fílar samskonar kexkökur og ég. á mínum heimaslóðum og öðrum líka, hef ég aðeins fundið mjög takmarkað úrval af uppahálds kexkökum mínum: jaffa-kökur ... mmm ... mjúkur botn með dísætu marmelaði þakið súkkulaði ... hmmm hímneskt. á klakanum hef ég yfirleitt bara fundið nokkrar tegundir í búðarhillum og aldrei nema eina í einu. en hér í nýju heimaborg minni (já ég veit að ég bara búinn að vera hérna í 2 sólarhringi ... en comeon jaffa kökur) fann ég í einni verslun 7 týpur ... já ótrúlegt en satt sjöööö týpur og hvað haldið í sömu hillu var að finna álíka úrval af næstúppáhaldskexkökum mínum ... fíkjukex. en ég verð að kanna þetta nánar, kannski var þetta bara fluke ... en eins og er ... JAFFAJEVÓ!!!
damn ... ég er búinn með pakkann ... ;-(
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home