október 26, 2004

John Peel er látinn ...

... aðeins 65 ára gamall. Greyi kallinn ... sorglegt.

Því miður hafði ég það aldrei af að hlusta á þáttinn hans, en maður komst ekki hjá því að finna fyrir þessarri goðsögn ... hann var algjör snillingur í því að grafa upp tónlist og koma hljómsveitum á framfæri sem hefðu annars átt erfiðara með að komast áfram. Einu sinni heyrði ég samt i honum ... hann var kynnir þegar ég var á Reading 1989 og á milli sveita spilaði hann allskonar stuff ... það var ótrulegt hvað hann hlustaði á ... einu sinni las ég hvernig hann fékk æði fyrir geggjaðri hardcore house tónlist ... og hann pantaði í gegnum póstkröfur heilu kassanna af allskonar hardcore 12 tommum ... það var málið ... hann virtist elska tónlist af ástríðu og einlægni og var ennþá að ...

Það mætti segja að hann sé gúru fyrir tónlistarnörda eins og mig ... og hann var með draumadjobbið ... að grúska í plötum og koma þeim á framfæri. Margir þekkja án efa útgáfuseríuna John Peel Sessions ... það er nefnilega magnað að lesa yfir hvaða bönd hafa komið í verið til hans og tekið upp eitthvað stuff ... algjör who´s who listi ... alveg magnað.

John Peel var svalastur ... sofðu rótt og rock on.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home