Aleinn í strætó!
í gærmorgun var ég á leiðinni í daginn og mitt fyrsta farartæki var eins og svo oft áður ... strætó ... og eins og flesta morgna var hann smekkfullur ... samt tókst mér að krækja í lítið sæti við gluggan ... þarna sat ég í rólegheitunum ... sveittur ... því í gær var svona kalt útí;heitt inni dagur ... pakkklæddur í úlpu og peysu veltandi vöngum yfir því sem maður hefur kraft til að vellta vöngum yfir snemma morguns ... "djö... er mér heitt" ... allaveganna ... út um gluggan fylgdist ég með þéttri morguntraffikinni ... bíll við bíll ... næstum því sulta, kannski frekar síróp ... allir á voða fínum og sætum bílum ... jeppar, stubbar, fjölskylduvagnar, drekar og allt þar á milli ... margir silfurlitaðir ... athyglisvert ... eftir smá stund fór ég að átta mig á einu ... í flestum bílum var bara ein eða einn í bílnum ... semsagt engin farþegi ... þannig að ég ákvað að gera smá óvísindalega könnun ... ég taldi 30 bíla ... af öllum litum og gerðum og auðivtað kyni ... og hvað haldið þið ... það voru aðeins í þremur bílum að finna einhverra farþega og þá yfirleitt bara einn farþegi ... athyglisvert ... íslendingar elska bíla sína ... sko bíla sina ... ekki bíla annarra ... sína bíla ... ekki langa gula með einkabílstjóra ... og gatnakerfið er að springa af því að íslendingar eru svo duglegir að labba í vinnunna ... labba! ertu brjálaður ... ertu búinn að gleyma því að Reykjavík er stórborg ekki þorp ... eða hvað!? ... allaveganna ... lengi lifi ósonlagið ... damn ... ég hefði ekki átt að nota svona mikið af hárspreyi þegar ég var unglingur.
3 Comments:
ja fjúkkit að þú ert sköllóttur núna! segir stubbakeyrari no 1
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
jeiii !!!
loksins blogg frá hjálmari !!
Skrifa ummæli
<< Home