ágúst 15, 2005

TV overload

þeir sem þekkja mig vel ... og meiri segja þeir sem þekkja mig minna, lítið eða ekkert ... vita að ég horfi allt of mikið á sjónvarp ... þetta hefur víst fylgt mér alla tíð ... glápa, glápa, gláápa ... úff ... og þegar maður býr einn þá er ekkert sem er mikið að ýta við manni að draga úr ... því miður er ég ekkert skárri þegar aðrir eru í kring ... "Ha ... hvað varstu að segja" ... mjög sjarmerandi er það ekki ...

Öðru hverju kemur það fyrir að eitthvað eða einhver er að reyna að segja mér að það sé nú alveg tímabært að draga úr þessu rugli ... fyrir nokkrum árum ... var ég í löngu leyfi ... þar sem ómælt sjónvarpsgláp átti sér stað ... það fóru bara heilu sólarhringarnir í það að nudda fjarstýringuna og munda sig rétt í sófanum ... öðru hverji lagði maður sig eða náði sér eitthvað að snæða ... og yfirleitt var það eitthvað gæða djunk fæði ... ótrúlegt en satt ... þá lifði ég þetta tímabil af ... just barely ... því einn daginn ... eftir svaka couch potatoe maraþon ... þá gaf sófinn sig ... já ... SÓFINN HRUNDI ... mmm ... well ...

hvað gerði ég þá ...?

fór ég á fætur og gerði eitthvað uppbyggilegt?

... JÁ & NEI ...

ég fór niður í bílskúr og fann þar myndarlegar hamar ... snéri sófanum á hvolf og BANG, BANG, KRASH, ÚFF, BAMM, VAMM, ÁI ... lagaði ég sófan ... lagði hamarin frá mér ... rétti sófann af og .... glápið hélt áfram ... í nokkrar vikur ... það var orðið það ýkt að ég var meiri segja farinn að horfa á alla leiki í HM í knattspyrnu ...

og núna um daginn ... þá byrjaði sjónvarpið að slökkva á sér ... for no apparent reason ... nokkrum sinnum á dag ... og svo virkar það kannski aftur í smá tíma ... mmm ... tja ... hvað skal nú segja ... er ekki LOST í kvöld?

1 Comments:

Blogger a.tinstar said...

nei á ég að segja þér, nei maður er sko ekki orðinn of gamall.

10:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home