júní 07, 2005

Sumar i Reykjavik!!!!

Jipeee ... það er komið sumar ... yndislegt og margfalt það: ég er nefnilega búinn að taka út hjólið mitt ... og sumargleðin streymir um mig ... að hjóla um reykjavíkursvæðið á sumrin er eins og búa í annarri borg ... don´t get me wrong; ég elska reykjavík ... enn á sumrin ... hjólandi, brosandi, kampakátur og fossvogurinn er gullfallegur og hugljúfur ... mmm ... beautiful ... svo er ég miklu duglegri að þvælast og heilsa upp á vini og vandamenn.

Dæmi: laugardagskvöldið hjólaði ég vestur í bæ og heilsaði upp á góðvin minn Gumma kvikmyndagerðamann ... eftir vinnu ... það var helvíti næs ... drukkum kók læt og hlustuðum á nýju Yann Tiersen ... mjög svít ... síðan hjólaði ég heim um eitt leytið ... ákvað að kíkja á gleðistemminguna í miðbænum og komst að því að ég var ekki að missa af miklu ... það heillar mig ekki mikið að sjá fullorðna menn að pissa utaní skrautlegan arkitektúr reykjavíkurborgar ... hvaða tíma dags það nú er ... híhí ... fullorðnir menn sem eru ekki með blattercontrol ... hehe ... allaveganna ... þannig að ég er að hjóla úr kjarnanum og er kominn að því sem einu sinni var Hringbraut og er þessa stundina mjög skemmtilegt póstmódernískt listaverk ... ég í minni bjartsýni (of mikið ferskt súrefni) ákvað að prófa nýja krókaleið og hjóla eftir nýjum nýmalbikuðum göngustig sem leiðir undir nýju hringbrautina ... voða gaman ... hjólandi á fullum hraða ... lykjur og beygjur ... bara eins og rússibani ... JIBEEE ... ég fer undir hringbrautina brosandi og alsæll ...

VÓÓÓ ... JÆÆTJS ... MALBIK BÚIÐ .... SKURÐUR ... KABÚÚÚM .... KRAKSSKAKRAAASH ...

hehehe ... þetta var gaman ... sumur í reykjavík eru ævintýri ... framkvæmdir út um allt ... ég held að ég verði að finna mér hjálm ... híhí ... hjálmar með hjálm ... ég hef aldrei heyrt þennan áður ...

ást og gleði og aftur ... gleðilegt sumar.

1 Comments:

Blogger Apastrákur said...

Vá, ef þú færð þér hjálm í stíl við símann þinn sæta þá verðurðu algjört hjóla æði...

12:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home