september 20, 2005

Ég er í skýjunum!



reyndar er ég búinn að vera eitthvað steiktur undanfarna daga ... jafnvel blúsaður .... það gerist þegar ég þarf að endurhlaða batteríin ... og þegar ég er svona sveimhuga ... þá á ég til að vera upptekinn á því að skoða umhverfið í kringum ... labbaði t.d. Mímisveg í dag ... ég held að ég hef aldrei labbað hann áður ... brunað í gegn á einhverju bensínskrímsli já .... en ekki spasserað ... eitthvað svo gaman að fylgjast með hvað aðrir eru duglegir að hugsa um garðana sína ...

allaveganna ... sveimhuga ... já einmitt ... ský ... ég er búinn að vera heltekinn af skýjum undanfarnar vikur ... yndislegt ... og það var alveg hellingur að gerast í dag ... ég var svo upptekinn af öllum þeim stórsmíðum sem áttu sér stað á himnum ... að það munaði litlu að ég hefði orðið fyrir bíl ... splatt ... maður má nú ekki trufla umferðina í miljónamannaborginni Reykjavík ... heheh

best að fara aftur undir feld.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

við skýin felum ekki sólina af illgirni, klap klap klap....

10:23 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vei, það er búið að opna athugasemdakerfið! sko ég ætlaði nefnilega alltaf að kommenta á síðustu færslu. Ég las fyrirsögnina á henni sem: Mein ferstehen ist tot (aka skilningur minn er dauður) og hafði miklar áhyggjur af þér. Nú svo var það bara sjónvarpið sem var dautt og þá væntanlega skilningurinn að lifna við eða hvað? Sýnist það amk á nýjustu færslunni :D

2:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

júv bín klukked......

10:48 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home