ágúst 21, 2005

Annarleg Reykjavik!

Menningarnótt er fyndin ... eins og vinur minn orðaði það "mikið fólk, minni menning" ... ég hef nú verið að vinna flestar menninganætur .. og í gær var maður vitni að nokkrum mjög svo menningarlegum atburðum ...

dæmi 1. skífan að gefa emmessís frostpinna = íslenskir menningarvitar tæma ísfrystana á mettíma!

dæmi 2. bollywood danssýning í verslun skífunnar ... tímaplan skorðast til = mjög menningarlegur ljósmyndari froðufellir af hneyklsun yfir þess konar ómenningarlegri seinkun.

mmm ...

flugeldasýning fyrir margar miljónir ... tillaga í staðinn... lækkun leikskólagjalda eða ... lækkun verðskrár orkuveittunar ... well ... enga vitleysu hjálmar ... þú ert bara femínisti sem á ekkert að hugsa um svona hluti ...

þegar mörgþúsund menningaróðir íslendingar voru að hlýja sér á börum borgarinnar eftir mjög blauta flugeldasýningu ... ákvað ég að hjóla heim ... sem var mjög gaman ... skellti nýju lagi með sigurrós í IPODIЙ og hjólaði heim í rokinu ... það var mjög fyndið að hjóla um rúmlega tólf að miðnætti og verða vitni að bílaumferð á við föstudagseftirmiðdag ... nema bara í aðra áttina ...

en sigur rós ... blautt ágústkvöld ... fullur teiknimyndamáni ... bílaljós út um allt ... snilld ... það er eins gott að ég fór bara að sofa ... hmmm.

knús og kellerí.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

það er fátt skemmtilegra en að hjóla heim í roki og rigningu með ljúfa tóna í eyrum.... alger frelsun..... sakna þín þú þarna.. hvenær kemurðu í heimsókn? verð með á samsýningu 30.sept.... alveg tilvalið að skella sér þá.... ;) blikk blikk.halldóran

7:37 e.h.  
Blogger Fláráður said...

helvíti ertu eitthvað ómenningarlegur Hjálmar - en þú ert samt myndarlegur - það bætir fyrir margt.

12:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home