nóvember 08, 2005

Vont Gláp!



Það hefur komið fram áður hjá mér að ég hef einhverra hluta vegna fetishma fyrir vondu sjónvarpsefni og vondum bíómyndum. Vinir mínir höfðu til dæmis miklar áhyggjur af mér sem unglingi þegar ég var alltaf að horfa á Santa Barbara, þá stórmerkilegu sápu.

ég held að ég sé haldinn mjög alvarlegu tilfelli af GLÁPLETI ... um er að ræða hámark letinnar ... ég nenni ekki að horfa á eitthvað sem reynir á heilan á mér ...

Um helgina var ég haldinn mjög alvarlegu tilfelli af glápleti og ætlaði mér að horfa á eina frekar hörmulega mynd sem ég sá þegar ég var unglingur ... RED DAWN ... með Patrick Swayze, Charlie Sheen og öðrum snillingum í aðarhlutverki ... um er að ræða smekklausa and-kómunísta útreið sem var leikstýrð af manni sem ég hef sterkan grun um að vera subbluegan amerískan fasista ... byssudýrkun og alle sammen.

en ... heimilistækinn mín eru farinn að streita á móti þessari streitulausri smekkleysu ... Fyrr í haust framdi sjónvarpið mitt sjálfsmorð ... það gat ekki lengur umborið allt þetta drasl lengur og gat ekki afborið lengur að sjá vin sinn fara svona illa með sjálfan sig. Og nú um daginn þegar ég ætlaði mér að horfa á ReD Dawn ... Ben og jerrys ísinn klár ... þá spítti DVD drifið í tölvu minni disknum út og gaf mér engan séns á því að horfa á þessa hörmung ... það sama gerðist með SAHARA um daginn.

það er gott að eiga góða vini sem hugsa um andlega heilsu mína ...

Bíddu við ... eru heimilistæki vinir mínir?

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Allt er þá þrennt er, myndi einhver segja elskan mín.

Annars er ég orðinn sjónvarpsfíkill án þess að eiga sjónvarp; íslendingur í útlöndum með craving fyrir fréttum, kastljósi og spaugstofu. Mjög spes.

Ástarkveðjur,

ARnar

12:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home