október 26, 2005

RAÐAWAVES 2005



það var gaman á airwaves, þrátt fyrir raðir.

það eru allir greinilega of ungir til þess að muna eftir því þegar fólk þurfti að bíða í röð til þess að komast í ríkið á föstudögum hér í denn.

á næsta airwaves mæli ég með því að skipulagt verði tónlistaratriði fyrir þá sem bíða í röð. og kannski selja heitt kákó í leiðinni.

annars voru ARCHITECTURE IN HELSINKI ... æææði. ég varð ástfanginn. hver einasta fruma í líkama mínum hoppaði af gleði. og ég söng í svefni eftir tónleikana.

en talandi um raðir.

konur eru ennþá að bíða í röð ... eins og greinilegt var á mánudaginn ... helvíti löng líka ... pældu í því að þurfa að bíða í röð í 30 ár (reyndar margar aldir) og lítið sem ekkert mjakkast áfram.

það er pirrandi ... helvíti pirrandi. ég held að það þýði ekkert annað en byltingu til þess að klára þetta dæmi ... til þess að ljúka þessu karlpunga veldi.

knús all around.

4 Comments:

Blogger a.tinstar said...

ÁFRAM STELPUR!

8:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Architecture in Helsinki,
vá óboy óboy!
ég er ennþá brosandi

10:19 f.h.  
Blogger Fríða Rós said...

Þokkalega Hjálmar. Vettlingatök eru bara eitthvað sem virkar ekki. Bara nota harðjaxlatök í formi byltingar. Hananú!!!

12:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er með!!! Byltingu um leið og ég lagast af hálsbólgunni. Verð að geta öskrað hátt af reiði!!!

4:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home