nóvember 09, 2005

Hva ... 12 ár ... það er enginn tími!



þegar ég var 15 ára heyrði ég lag í útvarpinu sem breytti lífi mínu. Það var "Running up that hill" með Kate Bush. ég hljóp útí búð og keypti Hounds of love og næstu mánuðina spilaði ég gat á þessa plötu. ég hafði aldrei heyrt aðra eins fegurð. því miður gat ég ekki deilt þessari ástríðu minni mikið með vinum mínum, því þeir voru uppteknir á að hlusta á Iron Maiden og AC/DC og voru ekki alveg að fatta sérviska breska konu sem var kannski þekktust fyrir að syngja um wuthering heights hennar emily bronte ... fyrir þeim var "running up that hill" ekki það sama og "run to the hills" ... mmm.

allavegana ... hún er kominn aftur og ég er byrjaður að hlusta á nýja diskinn "ariel" ... hímneskt ... ég elska sérviskar konur.

bíddu við ... 15 ára ... það eru 20 ár ... það er rugl!

2 Comments:

Blogger Fláráður said...

Sérviskar konur - útskýrir ýmislegt. Ég man þegar ég féll fyrst fyrir KB - Hún var á mixteipi sem ég fékk frá Daða frænda þar sem hún var í góðu kompaníi með Pixies og Jimi Hendrix, Sinead O'Connor og Dire Straits, Langasela og skuggunum og Mosa Frænda. Ég sakna þessarar spólu mikið. Gæti útskýrt að hluta skitsó tónlstarsmekinn minn.

12:40 e.h.  
Blogger a.tinstar said...

sérviskustykki...??? íslenska? nei hjálmarska.

3:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home