nóvember 10, 2005

Mixteip eru yndisleg!



klikkið endilega á myndina.

hann palli vinur minn kom með himnasendingu um daginn ... hann var nefnilega að koma af stað síðu fyrir mixteip.

yndislegt.

hugmyndin er að láta sem flesta senda inn teip.

oh þetta er svo gaman ... nostalgían streymir út úr manni og gleðin einnig. að fá að gera gamalsdags mixteip ... hangandi yfir spilaranum með blýant í hendi og flettandi í gegnum safnið til þess að púsla saman hið fullkomna teip.

nörd in heaven.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ja, du er nu mere dullerassen. Finnst samt djöstlækheven ekkert væmið, bara passlega tilfinningahlaðið fyrir litla tilfinningabangsa... [snökt]

En líst vel á spóluna þína. Er að spá í að hlusta á hana í vasadiskói. En þá vantar mig fyrst magnarann úr viðgerð. Og kassettutæki til að taka upp. Og spólu. Og tíma-leti=dugnaður.

Ást í poka,

ARnar

4:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já spólur - þær eru líkar góðar í eigindlegum. Einu sinni tók ég upp viðtal á mp3 og eyddi því svo óvart áður en afritaði - það hefði ekki gerst með spólu. Einu sinni tók ég upp viðtal á spólu og flækti hana svo alla í köku. Þá braut ég bara hulstrið utanaf, vatt segulbandið upp á nýtt í nýtt hlustur (sem á stóð "Halldór Laxnes les upp úr verkum sínum")og spólan var sem ný.
Lifðu í lukku

8:51 f.h.  
Blogger Oskar Petur said...

Ég skil ekkert í því hvers vegna ég hef alltaf munað alveg rosalega vel eftir þessu Katla Kalda-lagi, ég man að það var spilað í útvarpinu vorið/sumarið 1988. Man m.a.s. megnið af textanum. Og, já, það eldist alveg hræðilega!

Ég þori að veðja að það kemur einhver spurning um þetta í Popppunkti...

11:39 f.h.  
Blogger Fláráður said...

Sko - bara svo það sé á hreinu þá er ALLT sem Mosi frændi gerði snilld og þetta eldist ekki illa - það eruð þið sem eldist illa! HAH! já það eruð þið sem eruð orðin gömul og óver ðe hill og bara allt +snökt+ Já þetta kemur nostalklígjunni í gang

10:48 e.h.  
Blogger Bjössi said...

Ég þakka pent fyrir hlý orð í minn garð og félaga minna.

4:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home