Jæja George Lucas, er þessu lokið?
Þegar fyrsta Star Wars myndin (þ.e. númer 4) kom í bíó var ég sjö ára gamall. Nú er ég að verða þrjátíu og fimm ára. Þegar ég var sjö ára var Star Wars mjög skemmtilegt ... vúúaaaa ... ég átti helling af dóti og gat ekki beðið eftir næstu mynd. Og eins og fyrir mjög marga, þá eru þessar myndir ástæðan fyrir því að ég hef mjög schizo bíósmekk, þ.e.a.s. ég hef mjög gaman að mjöög lélegum sci-fi myndum og sjónvarpsþáttum. mmm .... takk Goggi.
Um daginn ákvað ég að drífa mig á þessa "síðustu" (þ.e. númer 3) (skrásett vörumerki) Star Wars mynd. Og ... já hún er mjög flott og allt það, mikið að gerast, flækjur leystar og svo framvegis ... en vitið þið hvað ... mér leiddist og eina sem ég gat hugsað á meðan á þessu ósköpum stóð ... "Jæja þá fer þessu loksins að ljúka" og ég labbaði ekki glaður útúr bíó heldur feginn.
Það versta er ... ef ég þekki mig rétt, þá á ég örrugglega eftir að horfa á hana aftur.
Um daginn ákvað ég að drífa mig á þessa "síðustu" (þ.e. númer 3) (skrásett vörumerki) Star Wars mynd. Og ... já hún er mjög flott og allt það, mikið að gerast, flækjur leystar og svo framvegis ... en vitið þið hvað ... mér leiddist og eina sem ég gat hugsað á meðan á þessu ósköpum stóð ... "Jæja þá fer þessu loksins að ljúka" og ég labbaði ekki glaður útúr bíó heldur feginn.
Það versta er ... ef ég þekki mig rétt, þá á ég örrugglega eftir að horfa á hana aftur.