Karlar með Körlum!
Ég frétti af því í morgun að í gær hafi dægurmálaútvarp Rásar 2 farið á stúfana og spjallað við menn og spurrt þá útí karlaráðstefnunna sem var haldin í gærmorgun. Svörin voru af ýmsum toga og einn sagðist nú ekki ástæðu til að halda svona ráðstefnu, nema hann myndi kannski mætta ef súludans væri á dagskránni ... semsagt ... engin þörf á svona ráðstefnu ...
Ég kíkti á þessa ráðstefnu og þrátt fyrir engan súludans mættu rúmlega 200 karlmenn. Ég verð að viðurkenna að ég var svolítið á báðum áttum hvaða væntingar ég ætti að gera til þessarar ráðstefnu og alveg fram að ráðstefnu var ég ekki viss hvað mér þætti um þá staðreynd að konum (fyrir utan Viggu) væri meinað aðgangur. En þegar það leið á þennan fund fór ég að kaupa þessa hugmynd, sérstaklega eftir að Vigdís var búin að lýsa hvernig hún komst að þeirri niðurstöðu að svona vettvangur væri nauðsynlegur til þess að jafnréttismál kæmust lengra. já karlar um borð.
Semsagt ástæðan fyrir því að karlmenn þurfa að ræða þetta einir með öðrum karlmönnum, er að þeir eru of feimnir til þess að ræða þessi mál almennt og þá sértaklega fyrir framan og með konum. Ok ... smá barnalegt, en kannski skiljanlegt. Þannig að þetta var mjög fróðlegt að sjá menn eins og Árna, Ara Edwald, Bjarna bankastjóra, Óla aðst. ritsj. og fleiri tala um jafnréttismál á einlægan máta. Þeir meina þetta, en það er spurning hversu djúpt það nær.
Þemað á ráðstefnunni var svolítið að það "borgar" sig að vinna að jafnrétti. Samt var greinilegt að menn voru komnir lengra en aðrir í þessum málum. Árni ráðherra er til dæmis allur að koma til. Það var komið inn á margt en samt var þetta svolítið einsleitt og það þema sem kom hvað mest var feðraorlofið. Feðraorlofið hefur breytt öllu og mun bjarga þessu. Það er kannski takmörkuð sýn að nota bara eitt verkfæri til þess að vinna á eins margflóknum málaflokki og jafnrétti er. Það er samt sterkur punktur í þessu. Feðraorlofið hefur hjálpað mörgum þessum mönnum til að sjá hlutina á annan máta og meta hluti sem þeir hafa ekki pælt mikið í áður. þannig að það mætti segja að ef menn nýta sýna reynslu af því að fara í fæðingaorlof til þess að skilja og rýna í fleira í hinum stóra heimi, þá verða afleiðingarnar lúmskar.
en það er samt hættan á því að menn mæti aftur í vinnuna og tengja þessa reynslu ekki við alla þætti lífsins. Menn eru jú búinn að fatta að launamisréttið er misrétti, en ... hvað með allt hitt: klámvæðingin, markaðsvæðingin, stríðsrekstur og já ofbeldi. Því miður var ofbeldisumræðan á þessari ráðstefnu ekki áberandi. Nokkrir ræðumenn komu inná það, Ingólfur V. sinnti því og Þráinn Bertels kom með skemmtilegar myndlykingar. sagði meira segja að konum sé beitt ofbeldi (í viðum skilning) á öllum sviðum og skeiðum lífs, þ.e. misrétti er ofbeldi.
semsagt þessi ráðstefna var fróðleg, margt gott, annað ekki nóga gott, en í heildina alveg nóg ef það leiðir af sér að næsta alþjóðlega á komandi ári verði fjölbreyttari. Þórhallur "macho" Gunnarsson var fundarstýra og gerði grín af því í setningu ráðstefnunnar að ef konur myndu skipuleggja svona stefnu, væri hún heila helgi á Bifröst, en ekki bara í tæpa 3 tíma fyrir hádegi á fimmtudegi. Þegar ég sat alveg í lok fundarins í pallborði með öðrum "reynsluboltum", benti ég á að þær umræður sem höfðu átt sér stað í dag væru rétt byrjunin og þörf væri að kafa miklu dýpra í allt þetta og meira til.
"Þannig að við ættum kannski að taka konunar til fyrirmyndar og skipuleggja heila helgi á Bifröst til þess að ræða þessi mál betur."
mmm ... Það er spurning hvort að mér verði boðið að vera aftur með á næsta ári.
Spurning dagsins: Er femínismi skammaryrði?