september 29, 2006

,,We are the Icecubes from Sugarland!"

það eru 20 ár síðan að ég sá Sykurmolana spila í fyrsta skiptið. Það var einmitt í Laugardalshöllinni að hita upp fyrir Stuðmenn, september 1986. Stuðmenn (og ein kona) voru sjálf einmitt að reyna að slá í gegn í Kína. Þetta var svolítið Kukluð útgáfa af molunum og mjög fáir í salnum nenntu að fylgjast með. Þannig að Einar Örn reyndi að halda athygli fólks með því að henda sykurmolum í crowdið og kalla ,,Við erum Sykurmolarnir".

Sem gerði það að verkum að fólk notaði tækifærið og henti molunum aftur í Einar.

september 27, 2006

þegar ég hafði hár ...

ég varð 36 á sunnudaginn ...



ég er semsagt orðinn helmingi eldri en þegar þessi mynd var tekin.